Er ekki svolítið langt síðan þú hefur komið með mér á rúntinn um Köben? Það er nú bara hinn venjulegi hringur, frá hreysi mínu á Englandi að húsunum sem ég hreinsa af fyrr- og títtnefndri snilld.

Það eru komin jól á Amager. Alltaf rétt fyrir jólin er hið svokallaða Juleoptog, en þá keyrir gríðarlöng lest með allskyns furðuverum og skemmtilegheitum niður Amagerbrogade og þar á eftir eru jólaljósin tendruð. Ég hef bara einusinni farið en í ár hafði ég skirfað það á dagatalið mitt að ég ætlaði að fara en svo bara steingleymdi ég því.

Og talandi um að þrífa. Þetta eru allt skirfstofu byggingar. Ekki halda að það séu bara skrifstofurnar sem hafa glugga að götunni sem þarf að þrífa heldur er þetta svona allan hringinn. Ég velti fyrir mér hvort þrífarinn þar er ekki bara að allan daginn, byrjar á byrjuninni kl 8 og er kominn þangað 24 tímum síðar aftur, bara til þess að byrja uppá nýtt.

Það er búið að vera frekar þungt færi enda allt á kafi í snjó. Það hefur þó hlýnað töluvert og ég er eina í Kaupmannahöfn sem er yfir 10 ára og er í snjóbuxum þegar ég fer út. Reyndar var hér, þegar var sem kaldast í þessu kuldakasti, fólk á götum úti ekki í snjóbuxum og ekki með húfu eða vettlinga.. þeir eiga greinilega enga ömmu sem heitir Hlíf.

Það er á sumum götum alveg búið að eyða öllum snjó af hjólastígnum en aðrar götur, t.d þær sem liggja með fram öðrum hliðum hússins sem ég bý í heldur en Englandsvej, eru eiginlega ófærar vegna snjóa. Ég er samt orðin rosalega fær í að hjóla í svona ógöngum.

Það eru komin jól líka á Ráðhústorginu.

Annað húsanna sem ég hreinsa til í að vinnudegi loknum. Allt húsið er reyndar ekki inná myndinni. Mér skilst, á mínum vinnuveitanda, að  hann sem á Lególand eigi þetta hús og búi stundum í íbúðinni sinni sem er alveg efst. Þetta hús er staðsett í Frederiksberg, en samt mjög nálægt Norðurporti.

Þessi hæð, efri með ljósum í glugga, er ég að græja til eftir lok vinnudags niður í götu Kaupmángaranna. Þetta eru alveg ótrúlega mikilvægar fréttir, hehe. Ég hef sko mikið meira að segja, t.d af helginni sem ég upplifði sem bara eina þá bestu í mínu lífi öllu, ég er bara ennþá að melta það dæmi.

Myndirnar hér að ofan eru teknar fyrir viku eða eitthvað, en þessar sem koma hér eru teknar nú í kvöld, á leiðinni heim.

Þetta hundavinafélag, með eins hunda, var í einmitt svona juleoptog. Ég var að spekúlera hvort fólkið fer í hóp saman með eins hunda fyrir hundana, eins og þeim þyki rosa gaman að spóka sig á Strikinu á venjulegum miðvikudegi, eða hvort það gerir það fyrir félagsskapinn. Því mér finnst bara eitthvað skrítið við að fara með svona stóran hundahóp að rölta um Strikið… en mér finnst líka svo margt skrítið.

Tekið yfir Söene. Mér finnst þessi mynd bara lýsa því hvernig veður er akkúrat núna. Það er ekki kalt, það er algjört logn. Kannski 0.01 metri á sekúndu, maður sér að reykjarstrókarnir tveir þarna fyrir miðju myndar en aftarlega eru ekki alveg beinir. Og einhvernvegin slæða liggur yfir, ekki beint sjáanleg, meira kannski bara að manni finnist að það liggi yfir slæða. Meikar þetta sens fyrir þér?

Daninn er tiltölulega rólegur í jólaseríunum. Auðvitað er Tívolíið í algjörum ljóma, sést örugglega mjög vel úr geimnum núna. En svona er þetta rétt hjá DR-Byen.

Og minna fjárhagslegaheppna fólkið í “félagslega” hverfinu hér rétt hjá er meira að segja með vilt flott jólaskraut á litla torginu sínu (heimsækjendur Smut-in, sem er opið alltaf þegar ég keyri fram hjá, hvort sem klukkan er 07 að morgni, 23, eða 04, eru örugglega mjög meirir í hjarta núna).

Og þá komin heim í garð. Þar er líka jólaskraut. Hvar er þetta jólaskraut gætir þú verið að hugsa núna..?

Hér er smá skýringarmynd. Inni í rauðahringnum sem örin bendir á er jólatré. Ekkert fáránlega stórt, bara svona eitthvað, metri á hæð eða svo. Ekki veit ég hvaða rugludallur setti seríuna á það en það er svo fáránlega krumpað gert að við getum bara ekki annað en hlegið hvað þetta lítur gasalega eitthvað…illa út. Bæði þegar maður stendur á götunni og líka þegar maður horfir niður úr glugganum mínum í háloftum.

Ég hef allt sem ég þarf að hafa, ég vill engu breyta.