Það er mikil umræða í þjóðfélagin um að breyta klukkunni yfir vetrartímann. Ég er alveg sammála að það eigi að gera það. Einnig er ég sammála sjálfri mér um að ef mig langar að vera vakandi til kl. 01:00 (eins og kemur gjarna fyrir) þá eigi ég ekki að þurfa að vera með samviskubit frá klukkan 23:00 heldur ætti ég að getað valið um að sofa þá bara til kl. 9:00 daginn eftir og hefja vinnu og störf bara þegar ég er búin að sofa.

Ég er einhvernvegin handviss um að það myndi ekki eyðileggja framtakssemi mína í vinnunni, þvert á móti. Hver þekkir ekki að vera svo augaþreyttur í vinnunni að ekkert gerist, ekki heil hugsun fer almennilega fram.