Synir mínir tveir. Þeir fóru í klippingu um daginn og komu eins og nýjir menn til baka. Sérlega sá eldri því hann hafði verið með síða lokka alveg í tvö ár eða svo. Þeir eru að sjálfsögðu einstakir eins og við öll hin. Þeim til kosta má telja, ef við byrjum á þeim yngri, hvað hann er dásamlega góðhjartaður og duglegur. Hinn er ábyrgðarfullur og getur allt. Hann er sá sem passar hina þegar á þarf að halda og svo er hann skipulagðasti drengur sem ég hef hitt. Hann er til að mynda löngu búinn að græja allar jólagjafir (annað en við..EHEemmm). Hann bjó þær allar til sjálfur, pakkaði inn og merkti með merkimiða. Ég er ekki að tala bara um til foreldranna, heldur hefur hann græjað handa ömmum sínum og öfum, langömmum og öfum og systkinum sínum.

Svo miklar rúsínur báðir tveir. Skemmtilegt að sjá hvað sá eldri hefur fullorðnast, búnglingast, únglingast.

Sprengjan og hennar bekkur æfðu helgileik sem við fórum síðan að sjá í Neskirkju nú í síðustu viku.  Alveg mergjað, hún var engill, er þarna í fremstu röðinni lengst til hægri. Ég veit ekki hvað það er en ég get bara ekki stigið fæti inní kirkju án þess að vatna músum og að syngja jólalög er ekki hægt heldur. Veit ekki hvað veldur, ég er ekkert leið, meira segja er ég bara frekar mikið kát þessa dagna.

Við höfum eins og flestir landsmenn aðeins staðið í jólaundirbúningi. Kannski myndi fólk fá áfall ef það sæi hve lítið er samt skreytt hér.. en það kemur til af því að ég nenni ekki að skreyta. Ég er nefnilega að fara að flytja í janúar og er bara að bíða eftir að sá tími komi. Þessvegna nenni ég ekki að punta uppá heimilið. Nýji Eiginmaðurinn er án gríns, hægt en örugglega að breytast í konu. Sjáðu bara! Hann sat við borðið hjá mÖmmu R og föndraði jólakarl úr köngli og íspinnaspýtum. Ég er náttúrulega bara meira hrifin af honum fyrir vikið, hvar endar þetta eiginlega.

Það er bara margt nýtt framundan. Mikið óskaplega hlakkar mig til. Júbbí.