Reyndar, í misheppnuðum tilraunum til að öðlast breyttan lífsstíl í mataræði, hefur alveg eitt og annað síast inn. Til dæmis Quinoa-grautur.

Það eru þá Quinoa (Kínóa) grjón, sem eru soðin einn hlutin grjón á móti tveimur hlutum vatns. Það verður að skola þau fyrst, því í þeim er eitthvað efni (bara eðlilega í þeim, ekki sem hefur komið á þau við ræktun eða neitt sklíkt)  sem smakkast biturt.  Smá salt útí. Í bókinni sem ég fann þessa uppskrift er talað um tvær flögur af einhverju gullsalti.. eða sjávarsalti eða salti úr sjálfu Dauðahafinu. Ég set bara þannig salt ef ég á það til, en annars hef ég vanið mig á að kaupa mér joð bætt salt. Já! Salt er ekki bara salt!

Joð er (og nú verður þú að vita að ég byggi allar staðhæfingar mínar á því sem ég hef lesið eða heyrt, eða verið sagt af fólki sem pottþétt veit þessa hluti) eitthvað sem t.d skjaldkirtillinn notar til að fúngera rétt. Í Danmörku er s.s selt joð bætt salt vegna þess hve vesen með skjaldkirtil eru algeng þar í landi. S.s vantar joð í fæðu fólks. Nýverið las ég einmitt frétt þess efnis að slíkt hið sama væri að koma í ljós á Íslandi.

Ég hef bara séð joð-bætt salt í Europris búðinni og keypti mér slíkan pakka þar um daginn.

Semsagt sjóða þessi korn þangað til þau eru hálf gagnsæ. Fyrir ykkur sem hafið séð njálg, reynið bara að leiða útlitið hjá  ykkur.

Á meðan grauturinn sýður þá sker ég niður eitt epli (eða peru eða hvað er til) og síðan eitthvað um lúku af möndlum og hendi útí svona undir það síðasta. Og ekki gleyma að setja kanil  (ekki kanilsykur) útí.

Þegar grauturinn er tilbúinn þá er honum bara flengt á diskinn og étinn upptil agna með skeið. Ég nota bara venjulega mjólk útá en hef heyrt að það sé líka gott að nota hrísmjólk og svo setja sumir (þeir hörðustu I might add) hörfræolíu útá.

Ég hef það eftir systur minni að hún smakkist eins og lyktin af skít… ég hef hingað til bara sett hana í svona smoothies, svo ég hef ekki smakkað hana allsbera.

Grauturinn er mjög hollur, ég er að borða hann núna, mjög gott.