Ok. Það er ekki eins og við búum í einhverri glansmyndabók þó ég fari fögrum orðum um stemmninguna hér. Við hliðina á húsinu er kanall og hann er bara alveg eins á litinn og tjörnin í Reykjavík. S.s andapollur sem lyktar líka sem slíkur. Bættu við að ég hef í þrígang séð rottur þar á vappi í flæðamálinu.

Hellingur af fuglalífi á þessum kanal = hellingur af fuglaskít.

Í vatninu, sem er brúndrullugrænt á litinn er líka fiskur.

Við höfum allan tímann sem við höfum verið hér, alltaf annað slagið séð litla kínakonu með hatt og í merkilegum fötum, að veiða hér í kanalnum. Hún er með hjól og hefur tösku í körfunni á hjólinu sem hún dúndrar hverjum fiskinum á fætur öðrum í. Hún er yfirleitt í stígvélum, með sólgleraugu og í einskonar galla.. enda að veiða.

Ég hef ekki lyst á þessum fisk. Reyndar hef ég ekki lyst á neinum fiski hér. Hef keypt tvisvar og hann var óætur og lyktaði ótrúlega ekki vel. En þessi kona er greinilega að draga björg í bú of finnst lítið mál uppúr hvernig vatni fiskurinn sem hún borðar kemur.

Í gærkvöldi hinsvegar sáum við tvo hópa af kínakonum vera að veiða í kanalnum. Þær voru allar yngri en konan. Þær voru allar í hinum fínustu tískufötum og með risa stangir. Varalitur, sólgleraugu, stuttbuxur, gull armbönd og uppstrílað hár.. í veiðinni. Því ekki það?

Ég held að þessar píur hafi verið dætur kínakonunnar sem hefur verið að allan tíman. Kannski týndi hún stígvélunum sínum. Hvað veit maður.