Það er furðulegt hvað það kemur alltaf í ljós hvað maður á í raun mikið af dóti.. það óvenjulega við þennan flutning var að ég henti engu. Alltaf þegar við höfum staðið í flutningum þá hefur helmingnum verið keyrt beinustuleið í tunnuna. Við grysjuðum bara svo svakalega áður en við komum hingað að við erum ekki búin að safna neinu ennþá til að henda. Nú er allt stöff komi yfir nema píanóið fína. Ég er ekki alveg með það á hreinu hvernig ég ætla að koma því yfir..það verður að koma í ljós síðar.

Annars gengur okkur bara vel. Ég er svo hæper að ég á erfitt með að sofna á kvöldin. Sindri fer í frí eftir föstudaginn. Það verður honum trúlega kærkomið, örugglega orðinn þreyttur á þessu volki í skólanum alla daga. Hann er í ferð með leikskólanum núna, fyndið að fara með 30 vaggandi bleiubörn í ferð um Kaupmannahöfn.

Við erum svo í mjög slöppu símasambandi og engu netsambandi eftir sirka þrjú á daginn og örugglega bara alls ekkert um helgina…veit ekki alveg hvernig þetta verður. Það er ennþá samband hér á Poul Hartlings en það stendur til að flytja það 6.ágúst (aaaalveg að pissa í sig af leti hérna…oooo). Þannig íslenski síminn virkar ekki og þá er bara eftir danski gsm, svona ef það var eitthvað.

Hér er ennþá geðveikt veður. Ég er búin að vera sveitt í mánuð.. sérlega þessa daga. Og Sindri glansar líka af svita og sólkremi. Það er á hverjum degi sem við gluðum svoleiðis á okkur á morgnana.

Jæjahh..heyrumst