jæjahh..þá er búið að setja Jússe Bjöllíng á fóninn, Eiginmaðurinn með tár í auga af geðshræringu yfir því og börnin búin að gera sjálfshjálparbækling fyrir sjálf sig svo þau megi lifa  af biðina til jóla…já eða er það biðin til pakkanna..

Jólasjálfshjálparbók barnanna

Jólasjálfshjálparbók barnanna

 

Jólamaturinn á næsta leiti og Fagri minn (Örverpið) enn í náttfötunum. Sannkallaður kósýdagur.

Það er m.a humar í jólamatinn.

Það er m.a humar í jólamatinn.

Það er náttúrulega ekki rétt að Jóhannes bróðir vor hafi veitt þennan humar, en í þessari sögu þá gerði hann það. Full ofnskúffa af humri.

 

Jólatréð 2013

Jólatréð 2013

Og blessað jólatréð. Hóflegt magn pakka finnst mér þessi jólin. Var það reyndar líka í fyrra og síðastliðin 4-5 ár, ég er bara alltaf hrifin af hóflegu magni pakka. Það var hér um árið, þegar við bjuggum á Hvammstangabraut 7, að mér gjörsamlega blöskraði pakkaflóðið, það var í alvöru, ekki bara í ýktri minningunni, þannig að það sást bara í 1/10 af jólatrénu!

Hallilúja!

Nú liggja fallegu pakkarnir snyrtilega innpakkaðir af öllum sendendum, undir trénu, ekki yfir og alltum kring. Litaþemað í ár er rautt, hvítt og brúnn. Flottastir pakkarnir frá systur minni, en þeir eru pakkaðir í nótnapappír. Ekki bara elska ég nótur heldur líka endurnýtingu. Win, win.

Gleðileg jól allir saman svo. Ég skrifaði ekki jólakort í ár. Ég veit ekki hvort þessi siður er að deyja út eða hvað.. en mögulega skrifa ég að ári, eða ekki :)

G L E Ð I L E G   J Ó L!

Elska ykkur, mínar kæru meðmanneskjur, alveg eins og þið væruð ég sjálf, sem þið síðan eruð.