Þá er komið að því að gefa út jólagjafalistann. Krakkajólagjafalistinn er hér fyrir ofan. Minn kemur hér:

*Nýtt hjól

*hnakkur

*handföng

*standari

*lugtir

*bjalla

*Myndavélataska fyrir Nikon

*Linsa á téða myndavél

*Þrífótur

*Hárgreiðslustyrkur

*Þættirnir Ástríður

*Allar seríurnar af  The New Adventures of Old Christine

*miði á Þorrablót á Hvammstanga

*gjafabréf hjá flugfélögum sem fljúga til Íslands

*Orkidea

*Nótnastatíf

*Gsm sími

Og svo kemur afmælisgjafalistinn aftur en með smá uppfærslu:

*sleif

*mæliskeiðar

*græjur

*teiknipad við tölvuna (hafið bara samband við Jón/Rafn/Rabba á Elbagade, hann mun vísa ykkur veginn)

*Egg-kjóllinn

*gjafabréf til að kaupa mér föt

*Sprautun á píanóinu, það á að vera hvítt (já, það er ennþá ætlunin)

*Sprautun á hjólinu mínu, það á að vera svart

*hengirúm til að setja á svalirnar

*Þverflauta úr silfri með klappa til að fara niðrá djúpa B, og klapparnir skulu vera með götum (er reyndar í vinnslu skilst mér)

*Notað selló, þarf ekki að vera eins fansí og flautan

*iPhone (bara til þess að vera kúl auðvitað)

*Al-heimsfrið

*nýja skó

*plokkari með áföstu ljósi

*órói

*Sólhlíf á svalirnar

*gashitari á svalirnar (fyrir veturinn þið vitið)

*skólagjöldin í tónskólanum

*skjal uppá að þú hrópir húrra yfir því hversu stefnulaus ég er

Aftur er listinn ekki tæmandi og munið að ég ætlast til að fá fleiri gjafir um jólin en á afmælinu, er það klárt?