Örverpið í jólafötum síðasta árs. Hvað ætlar hann eiginlega að gera til að toppa þetta..

Þá er Jólagjafalistinn kominn út fyrir árið 2010. Ég veit ekki hvaða mótþrói er í frú Skrítinni en mér finnst alltí einu svo klikkað að vera að skrifa einhvern jólagjafalista þegar maður veit og finnur það hér á Félagsbúinu að það er kreppaskreppa.

Hér er samt listinn og svona fyrir krakkana. Í tilefni af því að það er kreppa þá óskum við Bóndi okkur að, þið öll æðisleg, hafið það uppá hvern einasta dag, eins gott og mögulega er hægt og hafið kærleika að leiðarljósi, ekki bara um jólin.

Sértu alveg í vandræðum með að gefa okkur ekkert, þá vantar okkur sæng og kodda (margra tuga ára sængur eiga það til að detta bara í sundur kemur í ljós), lótus kertastjaka, bók(Bóndinn), hjólabretti (Bóndinn), prjónablaðið Ýr (Bóndinn..haha, NEI, Bústýra), minniskort í myndavélina mína, gjafakort hjá Icelandexpress (er eiginlega númer eitt), útvarpsvekjaraklukka (því við erum að safna vekjurum..), píanónótnabók…man ekki meira.

JÁ!.. Og síðast en ekki síst!! Ég heimta handskrifað jólakort með kveðju í. Ég ætla að senda jólakort í ár því mér finnst þau skemmtileg. Miklu skemmtilegri en tölvupósts, sms eða Facebook kveðja. Ég vill þær alveg líka en hitt finnst mér fallegra.