Við áttum svo góð jól hér! Maður lifandi, ég er bara alveg rasandi hissa. Heldur þú að ef ég hefði kvartað aðeins meira fyrir jól að ég hefði átt jafnvel ennþá betri jól? Nei, djók. Það hefði ekki gerst. Ég er bara að átta mig á að þegar maður sleppir höndunum af svona gömlu dótaríi, sem er oft svo geggjað að þvælast fyrir þá fær maður að upplifa svona snilld eins og dagarnir í kringum jóli og jólin sjálf og áramótin líka, voru. Er ég ekki bara heppin?

Ég er yfir mig ánægð með öll jólakortin sem ég fékk. Þau voru að vísu ekki 100 eða neitt. Ég treysti því að það verði send fleiri jólakort að ári. Ekki endilega til mín þannig (segi samt ekki nei við neinn :) ) heldur er mér eiginlega mikið í mun að þessi hefði detti ekki út. Fésbókin mun mögulega ekki vera þarna að eilífu krakkar mínir og það er alveg ljóst að við ráðum ekki yfir því sem við setjum þar fram, þ.e það gæti einn góðan veður dag bara verið slökkt á Fésinu. Og svo er líka svo frábært að fá persónulega kveðju, bara til mín.

Með nokkrum jólakortum fékk ég sendibréf. Handskrifuð! Það var ÆÐISLEGT! Ég býð hvern sem langar til, sem les þetta blogg að koma í pennavina leik (ég djóka ekki) ! Heimilisfangið:

Kristín Guðmundsdóttir
Ørestads Boulevard 37c, 6th.
2300 København S
Denmark

Ég mun skrifa til baka!

Með einu kortinu kom hinsvegar smá gjöf sem fékk hjartað mitt bara alveg til þess að bráðna. Það kom frá kærri vinkonu og systur. Ég opnaði umslagið og í því var lítill kassi með rauðri slaufu. Inní kassanum voru síðan svona Kisses súkkulaði bitar. Já, það er gott þegar fólk þekkir mann vel :) Ég er auðvitað löngu búin með súkkulaðið en ég tók mynd til að muna.

jolanammi-i-posti Og þá rann aðfangadagur upp. Þó svo að við höfum breytt venjum í sambandi við skógjafir þá höfum við ekki breytt  þeirri venju að það megi taka einn pakka upp fyrir mat.

sindri-lesHér er Fagri að reyna að róa taugarnar með því að lesa fyrir matinn.

sunneva-a-jolum

Þessi festi hugann ekki við nokkurn skapaðan hlut.

gummi-og-arna

Bleiubarnið og Þrettándinn bæði komin í sparifötin. Reyndar var hann tilbúinn uppúr klukkan 15. Það er hans von og vísa. Alltaf tilbúinn. Hitt barnið var bara eitthvað að gaufa og garga.

braedur-gera-matinn

Bræðurnir bjuggu til matinn og svona mynd hefur verið tekin af þeim í all mörg ár núna. Náttúrulega ekki milli 2007 og 2010 en fyrir það og eftir það. Ég hef líka séð eina í ramma heima hjá mömmu L þar sem þeir bærður eru báðir helmingi minni (á þverkantinn) og Eiginmaðurinn með sítt hár. Það eru mögulega 15 ár eða eitthvað síðan sú myndi er tekin, kannski fæ ég hana skannaða, mamma L?

Það þarf ekki að taka fram að þeir töfruðu fram súper góðan mat. Önd.

allir-spenntir

Hinum megin við borðið biðum við hin eftir matnum. Við fengum okkur nýja diska fyrir jólin. Ég gæti ákveðið að slá um mig og segja þér að ég hafi fjárfest (því það kostar það mikið) í Royal Copenhagen, sem eru meirihátta flottir diskar:

royalcopenhagen

En ég kann ekki við að fleygja einhverjur rugli hér fram og til baka til þess eins að upphefja sjálfa mig. Okkar diskar verða hér eftir kallaðir Royal Copenfaken.

arna-opnar-jolapakka

Á endanum hófst náttúrulega niðurrif pakkaflóðsins. Bjútíbína fékk allt mögulegt fallegt. T.d þessa bók. Hún var líka í mega sætum kjól að mér fannst.

arna-og-dukka

Hún fékk líka dúkku. Búin að eyða dágóðum tíma í að telja á henni puttana.

sindri-og-jolapakkarnir

Fagri elskaði alla pakkana. Tók utanum þá og reyndi að fá hugboð um hvað í þeim væri.

gummi-toffari

Herra Þrettándi sem hefur svo mikinn áhuga á eigin magavöðvum að ég mun hér eftir líkja því við ástarsamband. Hann er kominn með merkjadellu og er þarna í parkour buxum (fyrir parkour æfingar) og með Superdry (sem ég held alltaf að heiti dryfit) húfu. Já seisei. Verandi lúðinn sem ég er, get ég ómögulega skilið að hann sé fyrir alvöru kominn með merkjadellu. Gasp!

jolathoka

Svo var pakkafjörið meira og minna bara einhvern veginn svona. Við gerum alltaf hvað við getum til þess að fara rólega í að opna pakkana en oftar en ekki hef ég misst mig og rifið upp alla mína pakka og ekkert nennt að standa í því að segja takk fyrir mig eða sýna hinum.. eða voru það börnin sem láta svona?

restin-af-jolatrenu

Og þá restin af jólatrénu. Við brugðum líka útaf vananum og settum upp jólatré uppúr miðjum desember. Það gerir daninn. Og daninn hendir líka trénu út um leið og það hefur þjónað tilgangi. Það brást ekki og á sjálfan jóladag var eitt tré komið í ruslið hér hjá okkur. Það var auðvitað  ekki svo dramatískt hjá okkur en við vorum búin að taka það niður á 26. des. Mér líkar vel við þá hefð. Finnst meira töff að hafa jólatréð uppi á jólatíma, en ekki fram í janúar þegar allt umstang er búið. Eða eitthvað. Allavegana var þetta svona í ár.

snjor

Það hefur síðan verið fallegt um að litast. Fengum smá snjóföl í örfáa daga. Allt farið núna (ég er fegin). En mest verið bara svona vetrarblautt veður.

Í gær, gamlársdag, var blankalogn og við ákváðum að fara í Tivoli og sjá flugeldasýninguna. Þar hittum við fyrir ALLA hina útlendingana í Kaupmannahöfn. Vá hvað voru margir.

Flugeldasýningin var geðveikt flott. Við vorum alveg opinmynnt af hrifningu. Það er svo merkilegt með flugeldasýningu að rétt á meðan hún stendur yfir er eins og allt gleymist, allar áhyggjur og í gær upplifði ég að ég vildi hvergi annarsstaðar vera. Ég var fullkomlega sátt.

Ég er svakalega tilbúin til að takast á við verkefni ársins 2015.