dsc_0007

Byrjum á því að ég fór í síðara prófið á fimmtudaginn síðasta. Það var þrautin þyngri fyrir mig og mína parta. Ég lærði heil ósköp, verst var, þar sem þessi vetur hefur verið í fönkí kantinum að ég var að frumlesa allt efnið, ekki það gáfulegasta kannski. En ég las og las og svaf, eins og sönnum námsmanni sæmir, bara 1 tíma nóttina fyrir prófið, eða frá 4-5. Og þegar ég vaknaði klukkan 5 var svona líka rosalega fallegt úti. Það er einhvernveginn bara önnur birta snemma, snemma á morgnana heldur en um daginn sjálfan..birtan er einskonar tærari… nei…eða ferskari eða ég veit það ekki, hún er bara öðruvísi.

Og merkilega var þegar ég var búin í þessu standi..og eftir þennan tíma, sjitt maður, eftir að allt er búið að vera öfugsnúið og allir skólar og allt sem ég og félagar Félagsbúsins hafa verið að gera í vetur er að klárast, s.s eftir prófið þá allt í einu varð ég alveg gríðarlega svöng, enda ekki búin að éta í mánuð og ég ætlaði varla að komast heim fyrir þreytu í fótunum..annars hef ég verið að hjóla á ca 1000km hraða um Kaupmannahöfn síðasta mánuðinn. Þannig að ég kom heim og lagðist út á svalir og sofnaði þar í 2 tíma. Það er dásamlegt að sofa úti ég verð bara að segja það.

dsc_0014

Og í gær, föstudag, þá var mega gott veður. Þá var líka síðasti skóladagur krakkanna. Ég var ekki lengi að grýta skólatöskunum þeirra niður í geymslu. Þar sem ég fékk vægt taugaáfall á fimmtudaginn þegar ég uppgötvaði að ég hefði nákvæmlega ekkert að gera þá þreif ég íbúðina hátt og lágt, það sést auðvitað ekki í dag, en ég gerði það samt. Og okkur til skemmtunar þá fórum við börn út að borða (á svalirnar) og höfðum það gott þar. Eftirá fórum við inn að horfa á vídjó. ÞÁ…ákvað ég að athuga með hárið á Hinu Fíbblinu þar sem hún hafði haft orð á að henni klæjaði frekar mikið. Það var sko þannig að ég sá að það voru nit í hárinu á henni um daginn svo ég gluðaði lúsaolíu í hársvörðinn á lýðnum þá, en klúðraði svo einhverra hluta vegna að klára meðferðina (já annríkið var það mikið, hefði þurft að leigja mér manneskju í að vera húsmóðirin hér á meðan). Þannig að ég ákvað að kemba kollinn og kom í ljós að þarna voru nokkuð mörg nit. Ég byrjaði að klippa og klippa og klippa þau úr.. og svo þegar ég var búin með 1/4 af hárinu á henni sá ég að það var bara þarna frekar mikið á iði bara. OJHJJJJJ. Og engar smá hlussur, þetta er alveg bara hvað á að segja..mjög sjáanlegt. Ég var eins og elding þegar ég brunaði inná klósett og dótaði olíunni í hana. Vá hvað mig langaði ekki að vera með hendurnar í hárinu. Og svo byrjaði mig auðvitað að klæja villt og galið þannig ég hringdi í Dollý vinkonu og fékk að koma yfir til þeirra seint um kvöld og hún kemdi í gegnum hárið á mér..nei, ég lét hana ekki greiða það, ég gerði það fyrirfram (því ég er kurteis).

Þannig var nú það. Styttist í brottför félagsmeðlima, þau brenna heim á fimmtudaginn í næstu viku. Þetta er allt að gerast, ég er ekki með á hreinu hvað mér finnst um það.

Over and out.