Hann er rosalega langur! Kostaði alveg fúlgur fjár líka. Óheppilegt þegar allt hreinlætisdót klárast í einu, þá virkar þetta eitthvað svo dýrt.

Matvara:

  • Kjúklingur
  • 6 dollur skyr
  • 6 dollur abt mjólk
  • 1,5 kg hakk (verður keypt í kjötborði)
  • ýsa (frosið)
  • þorskur (frosið)
  • makkarónur
  • pasta
  • spægipylsa
  • paprikuostur
  • basilíka
  • rjómi (vissir þú að matreiðslurjómi kostar helmingi minna en venjulegur??.. ekki ég fyrr en áðan!)
  • skinka (sjitt hvað ég er komin með mikið ógeð á skinku..oj)
  • spínat (rosalega selst spínat alltaf í stóru..)
  • laukur
  • sveppir einn bakki
  • avókadó (reyna að fá mér olíur og góða fitu…)
  • tómatpúrra x2
  • egg x 2 bakkar (er með óléttu eggjaæði..NAMM, og svo er ég að safna bökkum fyrir öll eggin sem hænurnar mínar eiga eftir að verpa)
  • pizzusósa
  • pizzuostur
  • paprikur x5
  • tófú
  • kjúklingabaunir
  • sólþurrkaðir tómatar
  • grautargrjón
  • ritskex
  • mysingur
  • kakó
  • hveiti
  • spelti
  • döðlur
  • haframjöl (nei það er ekki lífrænt og ekki grófvalsað, ég finn engan bragðmun en líður samt aðeins betur ef ég kaupi lífrænt, bara á samviskunni sko)
  • mjólk x3 1 og 1/2 lítrar
  • ostur
  • ávextir
  • smjör
  • smjörvi
  • sykur (fann mega ódýran frá Euroshopper, er annars ekki hrifin af dóti frá Euroshopper.. en hann er alveg skjanna hvítur..kemur barnaverndarnefnd núna og kærir mig fyrir heimilisofbeldi?)

Hreinlætisvörur og annað til rekstrar heimilis

  • Þvottaefni, Milda, er ódýrast í Bónust að mér sýnist
  • Cif ræstikrem
  • Ajax
  • A4 pappír
  • AA batterí
  • Uppþvottalögur
  • Uppþvottavélartöflur í vinkonu mína sem ég elska svo mikið
  • Tannþráður
  • Hundapokar
  • Litlir glærir nestispokar
  • ruslapokar
  • eyrnapinnar
  • wc hreinsir
  • wc þurrkur
  • handsápur x3 (svona er að vera með mörg klósett, þau eru ekki þrjú samt, bara tvö)
  • mýkingarefni (já, gerist sek um að nota svoleiðis)
  • sturtusápa
  • sjampó og hárnæring

Því miður kostaði allt þetta 33.000 tæp. Fyrir utan að ég gleymdi alveg nokkrum hlutum, sem ég verð að kaupa síðar í vikunni. Það er bæði erfitt og pípandi leiðinlegt að fara í búðir kl. 17 á föstudegi. Það eru bókstaflega allir í búðinni á sama tíma. Við gengum framhjá barnableiurekkanum og svitnuðum köldu. Ákváðum að það væri alveg eins gott að byrja að kaupa bleiur fljótlega, en ekki fyrr en eftir 20 vikna sónarinn finnst mér. Ef þú vilt gefa mér björg í bú, þá mun ég þyggja bleiur.

Markmiðið er síðan að nýta allt þetta og það sem til var fyrir. Við ákváðum t.d að baka brauðið í stað þess að kaupa það. Það verður gaman að hlusta á börnin þrjú garga úr óánægju með eljusemi Bústýru í eldhúsinu.

Matseðillinn við þennan innkaupalista