Falleg rödd, fallegt lag, fallegur boðskapur.

Það þýðir ekki að vera fangi sinnar eigin tilveru með því að bíða og vona að stjórnvöld, búðarekendur eða bensínsalar komi til móts við þarfir okkar. Enda líka hverjar eru þarfir okkar?

Best að taka bara litla æfingu í að vera sáttur, breyta því sem þarf að breyta og reyna að fá svar að ofan  hvort fyrirhugaðar breytingar séu réttar.

En hvað getur ein lítil mannsveskja gert í málum heimsins.. ? Eða Íslands?

Ég get alveg sagt þér það. Það er ekki að baula á öldum ljósvakans um hvað einn eða annar ætti að gera til þess að einum eða öðrum ákveðnum þjóðfélagshópi sé veitt réttlæti (sem er skilgreint af einum eða öðrum “fagaðila” jafnvel), né að þusa yfir því heima hjá sér hvað allt sé svona og svona.

Eina sem hægt er að gera í þessu er að breyta hjá sjálfum sér. Tengjast jörðinni og himninum frekar en bílaumferð og stjórnvöldum. Faðma náttúruna.

Það eru til grilljón leiðir til að breyta sjálfum sér, ég ætla ekki að agitera neina sérstaka leið þó að mér líki við leiðina sem ég fór er ekki endilega þannig að hún henti þér (vertí bandi ef þú vilt heyra meira).

Fyrstu skrefin eru mikilvægust þó þau séu minnst. Taktu þau bara, það eyðileggst ekkert.

Niðurstaða mín er að ef ég verð betri manneskja kemur bensínverðið til með að lækka hjá þér.

Ég ætla  að stofna blað með góðfréttum. Mun kalla það Góðfréttablaðið. Einhver memm? Í blaðinu má ekki skrifa um peninga, stjórnvöld eða bara 95% af því sem í blöðunum er í dag. Blaðið kann að vera þunnt, en það er allavegana betra en 100 blaðsíður prentaðar af vondu karma. Sóun á náttúrunni og vitsmunum okkar.