Vona að það hafi ekki misskilist að ég væri nokkuð hætt að blogga en undan farið hefur bara verið svo mikið að gera sjáðu til. Til dæmis skveruðumst við Örverpi til Íslands til að jarða ömmu vora og langömmu. Hann var súper spenntur að komast loksins…looooksins í flúmaskín.

Við keyptum legó okkur til dundurs á vellinum.. enda máttum við líka bíða.

Það var alveg 3 tíma seinkun eða svo og þó blessað barnið hafi verið algert ljós og varla fyrir honum að hafa þá var nú aðeins farið að þykkna í honum að bíða eftir að komast í flugvélina. Það hófst á endanum auðvitað.

Fyrir utan að fara í jarðarför ömmu Ástu fórum við í bæjarferð sem dæmi. Við tókum strætó fyrir fúlgur íslensks fjár niðrí bæ, niðrá Hlemm réttara sagt (já…JÁ, ég segi NIÐRÁ Hlemm) Þegar við komum úr strætó mundi ég eftir að hafa einhverntíma í fyrndinni farið í klippingu þar hjá og viti menn stofan var þar ennþá og er ég viss um að rakarinn er bróðir vinnuveitanda míns. Á bara eftir að spyrja að því. Hann klippti Örverpið sumarklippingu enda ekki þörf á öðru þar sem það var virkilega gott veður á Íslandi. .. ekki að að barnið hafi litið út eins og einhver sem býr árið langt í kofa niður við úfið hafið.

Við þurftum að bíða eftir strætó svoldið svo það var farið í myndaleik. ÉG tók myndir af honum og hann af mér. Þessi flott þykir mér.

Við komumst á endanum niðrá tjörn, stoppuðum á Kaffi Tár og fengum okkur beiglu og kakó. Ég heitt og hann fernu. Ég hóf andakynningu og tjáði honum að karl öndin væri með grænan haus og konu öndin ekki… ég fékk ekki mikið af svörum til baka en ég vona að hann hafi náð þessari visku frá móður sinni. Þetta og margt annað undarlegt situr sem fastast í hausnum á mér síðan í barnaskóla, en annað sem ég jafnvel las í dag er rokið lönd og leið.

Talandi um barnæsku… þá er ég nokkuð hundraðprósent viss um að það var ekki svona um að líta á tjörninni í Reykjavík þegar ég var þar á svipuðum aldri og Örverpið í dag…. ég held ekki að það sé eðlilegt að það hafi bara verið mávar að synda.. En Örverpinu leist frábærlega á þetta allt saman. Við enduðum bæjarferðina með því að vera sótt af Afa Gumma niðrí bæ þegar hann var á leiðinni úr vinnu. Og svo fórum við heim að grilla. Það var frábært og ég hef þessvegna keypt tvö einnota grill hér á mínar seinni svalir (út í bakgarðinn.. vill ekki trufla búskapinn undir hinum svölunum) og hyggst sitja þar og grilla mér sjálfri marsmellóvs eða banana með súkkulaði eða eitthvað hér síðar í sumar þegar .. það er komið sumar.

Sindri fékk nýja skó og er myndasmiðurinn af þessari mynd.

Við gerðum margt skemmtilegt ásamt því að slappa af og hlusta á tónlist.

Fórum í Húsdýragarðinn og þarna er hann að búa til risa sápukúlu.  Hann fór líka í bað. Hann hefur ekker minni um að hafa farið í bað í baðkari áður og það var hrein skemmtun að fylgjast með honum í baðinu… þvílík gleði :)

Aska segirðu. Það var þarna bæjarferðardaginn svo mikil aska yfir Reykjavík og nágrenni að það fór yfir öll mörk. Tók nokkrar myndir útá svölum á Völlunum og svona er munurinn á heiðskýru, eða nánast og með ösku. Ótrúlegt, ekki satt?

Svo komum við auðvitað heim þar sem okkur var tekið opnum örmum… af  geðveikinni einni saman. Við þurftum að skunda strax á æfingu og við tókum þau eldri með. Altsvo.. músík æfingu hjá mér. Og þar sátu bestu börn í heimi og sögðu ekki orð, léku sér og átu nestið án harmkvæla frá klukkan 17 til 21.. ég á svo falleg og dugleg börn og vel upp alin, hehe. Númm, geðveikin hélt áfram í vikunni með vinnu og prófundirbúningi. Æfingum alla dagana, sumar klukkan 21 aðrar klukkan 17. Og loka æfing fyrir tónleika á föstudeginum. Ef ég ætti ekki dásamlega vini og ef eiginkonan ætti ekki svona liðlegan kærasta þá  hefðum við öll örugglega gengið af vitinu. Þannig að helgi ársins, sem ég dauðkveið fyrir reddaðist svona laglega :) þökk sé ykkur frábæra fólk.

Einhvernveginn náði ég að klína því inn að hitta þessar fögru dömur. Hvernig erða að ég er alltaf að ná fegurð á mynd.

Og í gærkveldi hentumst við aðalgellur þessarar borgar niðrí bíó að sjá hina alræmdu klobba mynd Sex in the City 2. Ég nenni ekkert að tala neitt meira um þá mynd. En hjólið sem var fyrir utan var töff.. tveir barnastólar aftaná. Mér er spurn hvernig seinni krakkinn er settur uppá..

Og eftir prófið, sem mér gekk bara vel í, fór ég í uppáhalds búðina mína, betur þekkt sem pennabúðin, en þar má finna penna af öllu tagi og pappír líka.. heaven fyrir manneskjur eins og mig. Á leiðinni sá ég þessi flottu hús. Þá hentist ég á Salonen og fékk mér í gogginn og þá til vinnu.

Stóð svo á Ráðhústorginu að bíða og þetta fólk var bara of töff til að sleppa að taka af því mynd.

Gylltur ráðhústurninn að baða sig í sólinni, þetta er nota bene um að verða 22 í kvöld.

Og loksins kom Róni á Krónan hjólinu sem er eitt það flottasta.

Og hann benti mér á kúlaðasta listaverk í allir Köben…og undarlegasta. Vá hvað það er bæði flott og ógeðslegt. Veit ekki beint hvort það er almennilega hægt að sjá þetta en það er stytta af fólki þarna oní vatninu.. ég ætti kannski að fara þarna um dag og sjá hvort ég næ betri mynd af þessu…merkilegt nokk.

Mér fannst þetta bara eitthvað svo ágætur dagur. Miklu fargi af mér létt með að vera búin í alla vega einu prófi, tónó búinn í bili, bara skemmtilegir hlutir framundan  og ég er bara nokkuð ánægð með það. SVibbbbbííí.