Í vinnunni er gaman, þar leika allir saman. Einn og annar kemur með köku og við hin fáum súkkulaði á höku. En hvað var nú þetta, sem framan í mig var verið að fetta? Kaka frá Kína í boxinu fína. Ég rauk fram og fékk mér bita, í þessu var engin fita. Heldur allskonar korn og einhver massi. Og söltuð eggjarauða!!!… ég býst við fúlum rassi.
Í VINNUNNI
Gudmundsdottir2017-01-17T13:55:34+01:0014. september 2011|Categories: Lífið og tilveran|Tags: fúll rass, söltuð eggjarauða|0 Comments
About the Author: Gudmundsdottir
Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.
Leave A Comment