Í alvöru..engin komment til mín???

Hann sem leigir okkur tilvonandi íbúð hringdi til mín í dag og sagði að ég gæti bara farið þar inn eftir helgina..þegar hann er búinn í sumarfríi. Það er mjög vel.

Svo hefst bara allt þetta sem ég stóð í fyrir ári..sækja um hitt og þetta, húsaleigubætur á ég við og tilkynna flutning hingað og þangað..þetta virkar allt saman miklu flóknara en heima þegar er nóg að hringja í pósthúsið og biðja þau vinsamlega að senda póstinn annað..og nóg að hringja í símann og segja þeim að maður sé fluttur og að maður vilji móttaka símtölin á réttan stað. Allt myndi það taka hálfa sekúndu, það liggur við að það sé hægt að segja að fyrirtækin á Íslandi viti fyrirfram hvað maður ætlar að biðja um og svo hringir maður og þá er bara allt klárt. Það er ekki svoleiðis hér, hérna gefa þeir sér alveg 2 vikur í að tengja símann á nýja staðinn..það er offfsalega langur tími.

Búnir að vera furðulegir dagar. Rakst á svo heppilega setningu eða eiginlega tvær og þær eru þessar:

“Það er oftast kvíðinn sem hindrar okkur í að sjá hinar ljósu og björtu hliðar lífsins. Kvíðinn býr innra með okkur, svo okkur er frjálst að hafna áhrifum hans á viðbrögð okkar við því sem fyrir okkur kemur”

“Í skugga vængs þíns verði mitt skjól þar til áþján þessi er yfirgengin”

Já seisei.