Það er náttúrulega æði margt frásagnarvert búið að gerast síðan ég tilkynnti að ég væri of upptekin til að bera út fréttir.

* Ég er ennþá í vinnunni. Ég er ekki að vinna í “nýju “búðinni þeirra heldur hef ég verið í þeirri gömlu. Það finnst mér skemmtilegra því það hefur verið blómabúð í 85 ár….85ÁR. Búðin náði í þá daga yfir bæði svæðið sem hún er í núna og líka yfir hjólreiðaverslunina sem er við hliðina.

Í hjólreiðaversluninni vinnur strákur, eða ég held að hann reki draslið, sem kallaður er Cykle Lars, Það er tilkomið af hinu augljósa: að hann heitir Lars og vinnur í Cykleguruen..en hitt er að eiginmaður Josie, það er hún sem rekur blómabúðina mína, heitir líka Lars. Ef við förum aðeins nánar út í nöfn starfsmanna þá heitum við: Kristín (það er ég), Christina (önnur nýbyrja), Christine (dóttir Josie), Louisa (starfskraftur), Louisa (praktikant), Louisa (bybud=skólabarn sem hjólar út með blómvendi, sópar gólf og vaskar vasa), Louisa (annar bybud), Alex (líka bybud), Alex (annar bybud, hann er reyndar kallaður Alex gode, eða Alex góði því hann er duglegur)…látum okkur sjá, svo eru það Nina (nemi Josie) og Josie. Er ekki merkilegt að í jafn litlu fyrirtæki og þetta er að við heitum öll sama nafninu?
Aftur að nágrönnunum. Á Amagerbrogade eru allir vinir, eða svoleiðis. Það eru allir nágrannar einhvernvegin. Pían á 225 opnar ekki sína búð fyrr en pósturinn er búinn að koma og þessvegna skilur hann bara póstinn hennar eftir hjá okkur og hún sækir síðar. Þá er það Cykle Lars en hann kemur stundum yfir til að kjafta og í fyrra og í ár er jólahlaðborðið sameiginlegt með þeim í hjólabúðinni. Hinum megin er hreingerningarmaðurinn Flemming. Númm, sagan segir að það sé heitt í kolunum á milli Flemma og Josie. Að minnsta kosti kemur hann yfir, þegar hún er á staðnum, svona 30 sinnum á dag. Án gríns. Hann kemur yfir með kaffi handa henni og kakó handa okkur stelpunum.

Það er geisi erfitt að vakna hér á morgnana. Við ætlum aldrei að komast fram úr og erum öll nema Sindri hin fúlustu. Ég er tjúll því mér finnst leiðinlegt að segja oftar en einusinni (hef mögulega þolinmæði fyrir tvisvar) við Bónda “farðu á fætur”. Það fyrsta sem heyrist frá Sunnevu er eitthvað fáránlegt hljóð sem líkist kríu gargi. Gummi getur aldrei komið undan sænginni vegna kulda og leti. Svo týnist það fram…skóflar í sig koddum eða einhverju korni úr skál og orga á hvort annað: hættu, HÆTTU, ættu…rífast svo um hver fær að glápa á seriospakkann á meðan það borðar. Svo linast það í fötin.
Það vantar ekki kraftinn aftur á móti seinni part dags..vúúúfff.. þá er sko hlaupið fram og til baka, sagðir margir prump brandarar og fengið hláturskast.

Gummi er ekki eins og við hin…þá meina ég hann hefur peningavit drengurinn… hann er að safna fé í veskið sitt og telur á hverjum degi. Hann er full meðvitaður um það að hann á að fá 6 krónur danskar á hverjum föstudegi. Hann vinnur sér líka inn. T.d með því að nudda pabba sinn á öxlunum, fyrir það fæst 5 eða 10kall. Vaska upp, taka til í herberginu. Ég verð að viðurkenna að ég gæti hugsað mér að vera gædd þessum eiginleikum.

Margir vita nefnilega að mér finnst gaman að versla mér (MÉR) eitthvað. Það hefur hinsvegar gerst nú eftir að við fluttum hingað að ég nenni bara ekki í búðir. Mér finnst erfitt að versla hér, það er allt í lagi og voða fínt ef mar er í ferðalagi hér en ekki ef maður býr hér. Það er líka samsæri gegn mér hér í Kaupmannahöfn. Ég hef farið t.d í búð og ætlað að kaupa sokkabuxur á minnsta barnið. Þær voru hvergi að finna. Þá gerðum ég stórleit að strákasokkum, og þegar ég þurfti að kaupa stelpu nærur þá voru bara strákanærur. Hvernig stendur á þessu?? Eina skýringin er að það sé eyðslu samsæri gegn mér í Kaupmannahöfn.

Á ég að halda áfram? Aðeins… það sem ég hef verið að gera á meðan ég hef ekki borið út fréttir, er að læra og vinna. Ég hef bara fengið 9 og 10 fyrir öll verkefnin sem ég hef gert. Það er alltaf gaman. Þegar önninni líkur, sem er á 4.des tæknilega séð þá verð ég vonandi búin með þessa vefsíðu sem ég var búin að tala um við ykkur. Þá getiði skoðað afraksturinn.

Enginn að rugla sig fyrir jól með neinum eyrnapinnaþvotti heimilisins. Enginn að koma sér í þær aðstæður að þurfa að taka róandi fyrir eða eftir jólagjafaverslunarleiðangur. Allir að anda inn og anda svo út þar á eftir. Allir að hugsa um sannan tilgang jólanna. Allir að senda mér jólakort.