Mín eigins örlög hafa örugglega verið á filleríi þegar þau sendu mig í Amagerblomster. Nú er ég á réttum stað og það vitum við því herra Bjarne i Bering hás of flávers er den “kongelige hofleverandør” sem þýðir að hann þjónar kóngi og drottningu og því sem býr í höllinni. Þannig að tæknilega séð þá vinn ég fyrir drottninguna. Hann var einmitt áðan að fara yfir það með mér að ég verð þegar ég tek símann og drottningin eða einhver úr höllinni hringir að tala við þau í 3 persónu. “hvað ætlar drottningin að fá”, ” hvað má bjóða yfirhirðfíflinu”…númm, svo eru víst fínar kellingar hér í Köben sem versla gjarnan við vora blómabúð og þær verður að yðra..þið vitið ekki þúa. HVERNIG á ég að vita hverja að þeim á að þúa éða þéra (þarna komða, þéra)? Það kemur þá væntanlega í ljós þegar ég þúa þá sem ég á að þéra.

Hefst þá upptalning á meðvinnurum mínum (medarbejdere).
Fyrst er að telja mig sjálfa því ég er sannarlega númmer eitt.
Annað er að telja að sama dag og ég byrjaði, byrjaði önnur pía, líka 28 ára en ekki næstum því eins ungleg og falleg og ég. Hún er ljóshærð og er örugglega bara fín.
Svo er þarna Rikke. Nafnið er borið fram með munnvatni, því það spýtist út úr fólkinu þegar það segir GGGrrrrgAAggöööö. Hún er yngri en ég. Hún er örugglega um 20 eða 22 eða eitthvað svoleiðis. Hún hefur sítt krullað, litað svart og rautt hár og hana vantar íbúð til að búa í sem er með bílastæði.
Þá er þarna Peter, en hann er ekki blómsterdekoreitör, hann er grafískur hönnuður. Og það klingja afskaplega háværar bjöllur um að hann sé gei. En hvað veit maður um það svosem. Fyrsta daginn held ég reyndar að ég hafi fundið áfengislykt af honum,ekki gamla heldur ferska, eins og hann væri að staupa sig bara í fatahenginu eða á einum eða öðrum stað sem er heppilegur til staups. Hann er svona einskonar lagermaður, nær í allt, sér um að all sé fullt og vinnur blómin þegar þau koma. Og hann er virkilega næs, eldri maður.
Þá er líka hún Rita. Hún er eldri dama, voða sæt svona og hefur unnið sína tíð á Grænatorginu við að selja framleiðslu sína. Hún var mest í að rækta öðruvísi blóm og sumarblóm og taka fræ úr þeim sem ekki er hægt að fá fræ úr keypt. Svo eftir að það hætti þá byrjaði hún að vinna fyrir Bjarna.
Svo er Pia (Pia er svipað held ég að vinsældum og Kristín á Íslandi). Hún er lítil með stóra framparta sem skaga fram af henni. Hún er alger kona. Í allan gærdag og þangað til svona kl 12 í dag var ég viss um að hún ætti heima á árinu 1800 í torfkofa á Íslandi. Það var um kl 12 í dag sem ég sá að hún er með nokkur göt í eyrunum og líka pinna í tungunni. Það gerir þá að við allar píurnar í búðinni sem ég hef hitt þá, erum með lokka á öðrum stöðum en í eyrnasneplunum. Er það ekki svolítil þversögn miðað við að sjálf drottningin kemur stundum við og verslar sér túllípana? Tattú, pinnar á ýmsum stöðum og svart og rautt hár…=drottningin…Pia er annars ekkert feimin við að segja manni hvað má og má ekki, sem er ágætt.
Hanna er konan hans Bjarna. Hún er á símanum og hefur ekkert með blómin að gera. Hún er einskonar ritari eða þannig. Ég hef eiginlega bara ekkert um hana að segja nema það sé helst að hún er pínu andfúl.
Þá er það Bjarni sjálfur. Hann er fæddur 65 og þessvegna rétt slefaður yfir 40. Hann er með svart, næstum alltaf blautt hár, er það ekki merkilegt, því nú er hann ekki með dökkar augabrúnir né dökk augu, bara svona grá einhvernveginn. Hann er hress en líka held ég strangur. Hann er örugglega góður kennari. Númm, ég var látin gera blómvönd í dag, til að sjá hvort ég var góð eða ekki. Ég var góð. Spurning hvort það var byrjenda heppni eða hvað… Það er síðan alveg spes hvernig Beringblómvöndur er. Það er ekki sama hvernig og hann sagði að ef ég væri að gera eitthvað ljótt, að þá yrði mér hiklaust sagt það og ég yrði að gera aftur.
Ég er búin að geyma Marie því hún er mest skrýtin. Hún er upprunalega frá Sviss og talar Svissneska þýsku (ekki vissi ég að það væri til), frönsku, ensku, dönsku og ÍSLENSKU. Góðhhhan dageeen sagði hún þegar ég mætti og er búin að segja mér allt það sem hún man frá Íslandi. Hún var að vinna í Blómavali og á Blómaverkstæði Binna…alveg eins og ég. Fyrst hún er útlendingur, líka eins og ég, þá held ég að henni líðist að vera í framan eins og hún er. Þá er fyrst að telja súperfjólaubláan varalit og ælæner sem er sem þykkastur. Þá er maskari á efri augnhárum og svo tvö strik með bláu sínhvorummegin við augun, þá ekki nefmegin heldur utan við. Hún er hávær og liggur ekki á skoðunum sínum. Grraggöö sagði mér í gær að hún væri, stundum, hrædd við Marie. Ég hef hinsvegar lent í svo rosalega mörugm mismunandi og mislunduðum, manneskjum að svona höstug orð og einstaka hreytingur eru alveg hætt að hafa nokkur áhrif á mig. Enda tala ég svoleiðis sjálf ekki rétt? Það er ekki því ég er reið, eins og ég er búin að útskýra fyrir Bóndanum margoft, eða alltaf þegar hann fer að gráta því ég hef verið svo “vond” við hann, heldur er það útaf því ég tala bara svona. Einhverjir lesendur hafa heyrt mig segja HA og finnst það rosafyndið..(hehe)
Búðin er, annað en holan Amblomster, risastór. Þarna er gott vinnupláss og svona, allt einhvernvegin meira pró. Þegar ég hjóla í vinnuna fer ég yfir Löngubrú. Í morgun var ég að hugsa hvor það séu fleiri en ég í kappi við hina (sem vita ekkert um að ég er í kappi) um hver er fljótastur yfir brúna, því það gefa langflestir í.
Það er ekki nóg að vera fljótastur yfir brúna heldur verður maður líka að láta líta út fyrir að það sé ekkert mál, pís of keik. Því hef ég lýst áður, með að vera ekki með galopinn munninn og slefið útá kinn og tárin í augunum af erfiði. Nei, það verður að hjóla kúl og yfirvegað. Ekki eins og vaggandi önd á hjólinu. Sumir stíga af svo miklum ákafa til beggja hliða að allur líkaminn hreyfist með til hliðanna. Frekar glatað. Maður verður að hjóla bara með fótunum, með lokaðan munninn, helst með pínu brosi, því þetta er jú ekkert mál og svo kannski…kíkja á klukkuna til að sýna að þetta er sannarlega ekkert mál, eða ná í eitthvað í töskuna í körfuni því það er heldur ekkert mál. Það sem eyðileggur alltaf þennan leik fyrir mér er þegar fjárans skellinöðruletingjarnir koma framhjá. Rosalega finnst mér skellinöðrur hallærsilegar. Þær eru litlar og þú kemst ekki nógu hratt á þeim til að mega vera í umferðinni með bílunum heldur verður þú að þykjast vera eitthvað betri á hjólabrautinni. Það sem er enn verra en þegar skellinaðra lúsast framúr er þegar smástrákarnir sem vinna hjá grænu búðinni, eða hvað nú heitir, við að hjóla út með pakka fyrir póstinn. Þeir eru allir með kálfa eins og tröll og svo eru þeir með talstöð sem eitthvað heyrist úr… lítur út fyrir að vera miklu gáfulegra starf heldur en ég held að það sé. Þeir eru meira að segja stundum að teygja saman við Höfuðbanann…ég meina..take it inside, verið ekki að glenna á ykkur vöðvana við manneskjur sem rétt silast yfir Löngubrú.
Nú, þegar komið er yfir Löngubrú tekur við H. C Andresenboulevard. Rétt við rótina á Strikinu, s.s við Ráðhústorgið eru 4 menn sem vinna við að henda blöðum í fólk meðan það hjólar framhjá. Þar er einn offfsahress. Hann er svo hress að í sumar var hann með tónlist með sér og spilaði reggí músík. Hann er örugglega frá Jamaika eða einhverju svoleiðis, hann er samt ekki svartur. Núna er hann hinsvegar kominn í kuldagallann og það er engin tónlist, enda vei of kalt til að ýta á Play takkann. Hann er svo frakkur að hann hikar ekki við að slá mann í rassinn þegar maður afþakkar blaðið. Annað hvort yrði ég að taka alltaf blaðið, eiginlega bara til að losna við hann eða gera það sem ég geri,en það er að stoppa fyrr og bruna bara yfir Ráðhústorgið, það er hvort sem er styttra. Og þegar ég gerði það í gær þá tók ég eftir því að það er strafskraftur í Kaupmannahöfn sem sér um að skúra Ráðhústorgið. Í dag er starfið náttúrulega unnið á bíl, svona litlum sópara, en hver veit hvernig það hefur verið gert í gamladaga? Þá voru nú ekki allir kallaðir amma og eyminginn hefur þurft að fara bara út með moppu og skúringafötu.
Svo hjóla ég yfir Strikið í smástund, ekki allt náttúrulega. Ég hjóla að Nytorv, eða Nýjatorgi og beygi þar upp og hjóla fyrir ofan Strikið að Hringlagaturninum, Runde Turn. Búðin er þar við hliðina á.

Þannig var það nú. Ég sem sagt kræki framhjá rassaskelli á morgnana og þjóna drottningunni á daginn. Svo kem ég heim og læt þjóna mér að sjálfsögðu, enda á ég ekki annað skilið.
Ég fékk gott vinnuplan en það hlóðar uppá hálfa þriðjudaga annanhvorn þriðjudag og frí hinn þriðjudaginn. Frá 7 til 4 á mánudögum og 9-4 á hinum nema föstudögum þá er ég frá 8:30 til 19:30 og svo annanhvorn laugardag. Þetta gerir samtals 37 tíma vinnuviku. Nú er ég fyrst að komast í tæri við “danskan” vinnutíma, sem ég mótmæli nú ekki…

Ha’ en god dag