Einn af erfingjum krúnunnar

Nei.. ég veit sko ekkert um börn, þó ég hafi meira að segja reynsluna af því að hafa verið eitt, þekkt aðra í sama ástandi og þrátt fyrir að eiga þrjú stykki.

Þau stækka svo fljótt. Í sumar er eiginlega fyrsta sumarið þar sem allir erfingjar krúnunnar eru vakandi ALLT kvöldið. Mig er löngu hætt að hlakka til að klukkan verði átta að kvöldi svo ég geti fengið smástund og smá pláss til þess að anda, einmitt útaf því að þau eru vakandi allt kvöldið.

Staðreyndin að ég á þrjá eldri en 6 ára, en yngri en 12 ára sem fyrst í ár voru vakandi svona fram eftir öllu um sumar er að við vorum jú stödd í Kóngsins Köben síðastliðin ár og því ekki til að dreifa né til umræðu að þau væru úti eftir kvöldmat (eða aldrei) nema með okkur.

Hinsvegar hefur sú skemmtilega staðreynd komið upp að ég fór á fætur uppúr kl. 7 í morgun, sem ég geri alltaf, en enginn annar er vaknaður. Allir erfingjarnir eru ennþá sofandi og klukkan að verða hálf ellefu. Þá er minn tími sem bara ég ekki horfinn heldur bara færður fram um sirka 12 tíma.

Mikil lifandis ósköp er ég fegin.

Ætli ég sé þá núna byrjuð að blogga aftur? Ég hef saknað þess. Sjáum til og vonandi.