Þetta snýst allt um hugarfarsbreytingu sé ég. Ekki hverju ég er að raða ofan í mig, í þeim skilningi þá að þetta sé hugarfarsbreyting. Ég á við að verði ég fyrir hugarfarsbreytingu varðandi það sem ég set oní mig þá kem ég líklega ekki til að setja það oní mig anyways.. COMPRENDE? (Reyndar segir google translate að þetta þýði “nær” en ég hélt alltaf að þetta þýddi “skilurðu”)

Ég hef orðið fyrir ákveðinni hugarfarsbreytingu. Tildæmis er ég óð og uppvæg í að fara í yoga á hverjum degi. Byrjaði í gær að fara á hverjum degi, hef farið 3-4 sinnum í viku hingað til. Apparentlí er líf ashtanga yoga iðkenda þannig að það er bara frí á fullu og nýju tungli.  Húrra fyrir mér og bráðlæti mínu sem lýsir sér í skjótri ákvarðanatöku og yfirlýsingagleði.

Og varðandi mataræðið hef ég líka orðið fyrir hugarfarsbreytingu. Verst að hún er ekki nógu drastísk til að ég hafi það af dagsdaglega að borða ekkert nammi. Ég ætlaði að taka þetta í boruna og fara eftir bókinni sem Kolbrún grasalæknir skrifaði. Gerðist meira að segja svo gróf að ég keypti mér jurtir hjá henni til að hjálpa mér við verknaðinn.

Fyrsti fasi er að svelta og drepa sveppi og slæmar bakteríur. Fara eftir löngum lista yfir það sem má ekki borða og stuttum lista yfir það sem má borða. Taka inn jurtir og góðar bakteríur (nú veit ég að þorri þeirra sem er að lesa er nú þegar búinn að fara úr nærbuxunum af hneykslan og draga þær að húni).

Ég byrjaði í gær (sitthvað um það leiti sem ég ákvað að vera í yoga á hverjum degi) að gera mér einhvern af lystugu næringarsjeikunum þarna uppúr bókinni og eftir listunum um hvað má og má ekki borða. Hann var óóóógeðslega…gggg-VONDUR!.. OJ-bara.

Gerði mér þá ljóst að ég þarf að gera mat fyrir allan daginn ætli ég að hafa þetta svona, svo ég át bara venjulega það sem eftirlifði dags, eða næstum.

Gerði aðra uppskrift af sjeik í morgun. Lét fræ liggja í bleyti og allt í nótt. Hann var ekki skárri. Hjálpi mér. Myndin er af honum.

Ég er ekki viss um að ég nái nokkurntíma það mikilli hugarfarsbreytingu að geta sagst finnast gúrka, sellerí, gulrætur, fræ af ýmsum toga, avocado, kókosolía og nokkrar tegurndir (eða tvær) af dularfullu dufti vera gott, blandað saman í blandara þar til áferðin er á við illa melta ælu.