Ég er stödd á einhverskonar breytingaskeiði. Ég er samt ekki hætt að vera á túr og fá svitaköst önnur en þegar ég hendist um borg og bý eða rogast upp með innkaupapoka. Ég kem aldrei til með að geta sagt að skapsveiflur hafi einkennt mig á breytingaskeiðinu því þær hafa jú fylgt mér alltaf.

Nei, breytingar langar mig í. Eða hvort ég er að ganga í gegnum breytingar sem ég kann ekki á, það gæti meikað sens þar sem ég hef aldrei áður ekki verið að gera neitt þannig séð nema vinna. Reyndar hef ég á þessu tímabili tekið eftir hvað það tekur í alvöruinn langan tíma að græja heimili og fjölskyldu. Ekki misskilja að ég hafi ekki gert það áður en núna geri ég bara eitt í einu, ég er ekki að hræra í grjónanum ásamt því að æfa á flautuna og láta krakkana læra heima..

Og fyrst ég er á svona miklu breytingaskeiði, litaði ég hárið á mér dökkt.

og þar sem ég er á svakalega tight budget núna þá var þetta svona heima hárlagning. Eða með öðrum orðum, allt baðherbergið er núna út í brúnum hárlit og afklippum því ég ákvað að snyrta líka á mér ennishárið.

Bóndinn er líka með breytingar í blóðinu.

Hann breytti sér í konu með ljóst hár til að svala lesbískum áráttum mínum..NEI, djók!!! Hann  myndi ekkert ná því nema troða “þú veist” á milli lappanna á sér..

Sjitt hvað ég fór yfir strikið þarna!

Tölum um eitthvað annað..

Ekki nóg með að hafa litað á mér hárið og á Bóndanum líka þá bætti ég við í dýragarðinn sem hér er hægt, en örugglega að myndast.

Þessi heitir Christian (Örverpi valdi) og á heima á svölunum hjá okkur. Ég vildi upphaflega fá tvær kanínur (þetta er kanína) og kalla þá Rassmus og Klump en það féll ekki í kramið hjá rómantísku börnunum mínum sem vildu skýra þá Lúkas og Óliver.

Tæknilega séð á Örverpið kanínu greyið sem er við að frjósa úr kulda útá svölum í þessum töluðu orðum og fékk þessvegna að velja hann í búðinni og velja nafnið. En samt eiga allir saman öll dýrin og mega leika við þau að vild. Kanínan er auðvitað vinsælust núna.. hvað ætli hún geri þegar við fáum okkur hundinn..

Og því ég er “bara” að vinna þá hef ég heldur ekki frá beint neinu að deila nema því. Og þá er helst að nefna að ég hef hætt í einu húsinu sem ég hef tekið í gegn í meira en ár og er flutt niður á Kaupmangaragötu, það er mun styttra og tæknilega séð auðveldara verk. Og eins og alltaf þá fer ég í einrænu minni meðan ég munda tuskur og rusl annars fólk að ímynda mér hvort það er maður eða kona sem á skrifstofuna. Stundum má finna það bara á lyktinni, rakspíri eða ilmvatn..

Í aðra staði má sjá það á myndunum sem eru á borðunum, enginn strákur myndi láta mynd af sér og kærustunni í músamottuna og bara karlmenn yfir einhverjum aldri myndu setja mynd af konunni sinni að tsjilla í sófanum á aðfangadagskvöld undir glæra skrifborðsmottuna sína. Held líka að allstaðar þar sem eru bleikar orkídeur séu menn að störfum og hafa fengið blómið að gjöf frá afbríðisömu kærustu sinni sem grunar þá og heita ritarann um græsku. Þær koma svona inn með blóm undir því yfirskini að vera súper góðar kærustur en eru í alvörunni bara að tékka á þeim…og ritaranum.

Svo á einni skrifstofunni má greinilega sjá að það er ung og einhleyp, frekar gröð  kvenkyns manneskja. Þar er allt í svona neon bleikum plastmöppum, rauðir pennar og hjartalaga post-it miðar. Afhverju veit ég að hún er svona gröð… jú, það er því að í stólnum hennar eru rendur og doppur af …píkudjús. Ég var að spá hvort ég ætti að skrifa á einn miðann þarna hvort hún kannaðist við það sem heitir nærbuxur, já eða dömubindi hreinlega.

Ég er óstöðvandi dóni! Kannski er það það sem ég er að breytast í..