Þessi er til að minna okkur öll á hvað það var heitt þegar það kom þá sumar hér í baunalandi. Það var æði. Engum klæjaði í exem bletti, enginn var með hor, öll liðamót voru mjúk og hvergi verki að finna.

Nú er tíðin önnur, enda kom haglél áðan í um það bil mínútu. HAHA, rosalegt!

En þó að mig klæji í húðina og sé með semi kvef …eða getur maður sagt, hálfpartinn semi kvef.. þá hef ég það nú bara fínt. Hér er búið að kaupa inn kertin til að ylja sér við yfir haustið (fer vonandi aðra kertaferð um jól) og nokkrar fallegar haust og vetrar plöntur á svalirnar.

Haustfrí stendur yfir og það er líka fínt. Ég er reyndar ekkert í neinu fríi, en krakkarnir eru það og núna rétt í þessu var ég að skilja við bræðurna í Matador. Það er sko spil fyrir Gvenda!