Alveg á “kafi” í að hugleiða daglega. Stærri áskorun en ég hélt því nú erum við sjö í heimili (við heima hjá mÖmmu L) og börn einhvernvegin allstaðar og vakandi á öllum tímum sólarhrings, aðallega Bjútíbína samt. Þannig hef ég þurft að vera mjög kreatív varðandi stað og stund. Hentugast er uppí rúmi áður en ég fer að sofa eða ef það kemur fyrir að ég vakna á undan Bjútíbínu á “morgnana”.

Nóg um það.

Hef reyndar í hyggju að breyta þessu áskorunarplani. Ég held að það sé að gera mér erfitt fyrir að ákveða að gera eitthvað svona á hverjum degi. Ég er að íhuga að breyta í að setja mér verkefni fyrir mánuðinn, en ekki sem á að framkvæma á hverjum degi. Ætla að hugsa það nánar. Eða vera með mánaðarlegt þema..

Jólagjafirnar í ár alveg að detta í að verða tilbúnar og meðan ég er að hekla síðustu sporin er hausinn á mér alveg á milljón að hugsa hvað á að taka til við að hekla næst. Mér er ekkert gefið um allt þetta myrkur sem fylgir þessum árstíma og er þessvegna gleður augað að skoða eitthvað sumarlegt og bjart. Nokkrar myndir til innblásturs :)

Af Pinterest

Af Pinterest

Mega sætir einlitir ferningar. Ætla að gera svona einhverntíma.

Eða svona hjörtu. Ferlega sæt líka. Hengja þau á snúru kannski.

Eða þessir ferningar. Kannski aðeins meira haust eða síðla sumars litirnir í þessum en flottir.

garland

Héðan Frábært blogg btw.

Æðislegt líka.

Ég hlakka til sumarsins. Það er bara þannig.