Nei, það er bara þannig. Þessi stelpa hefur afskaplega mikið power. Hlakka til að sjá hana þegar hún verður eldri…hvað í ósköpunum ætli hún eigi eftir að taka sér fyrir hendur. En það var þannig í fyrradag að það var svo mikill vindur að nr.1 ég hélt að við myndum öll fjúka heim til Íslands, nr.2 Sindri sofnaði með það sama í aftursætinu á hjólinu mínu.

Það var ekki bara vindur mikill heldur líka piss rigndi. Það rigndi svo mikið að úlpurnar okkar gegnblotnuðu og pollabuxurnar mínar líka og þó eru þær af hinu lofaða merki HH (HelleyHansen eða eitthvað álíka).

Ég spurði börn hin eldri þar sem þau voru líka á hjóli hvort þau vildu reyna að hjóla (bjóst þá við að labba meiripart) eða fara í lest eða strætó. Þau vildu hjóla og Sunneva Eldey sem venjulega rjátlast á eftir okkur stærri þaut áfram. Hún hjólaði sem vindurinn. Hún blés ekki einusinni úr nös og sagði ekki stakt orð á meðan. Heyri fyrir mér vælið í henni ef hún væri öðruvísi en hún er.

Já seisei. Aðra sögu er að segja um veðrið í dag. Hér er glaða sólskin og þess til sönnunar kemur mynd af mínum dásamlegu framsvölum.

DSC_0122

Þið gætuð haldið að ég væri að ljúga og hafi bara sett mynd frá í sumar hér inn..en það er ekki þannig. Dásamlegt veður og allt mun auðveldara þegar sólin skín en annars.

Við hjólum eins og vitað er alltaf í skólann, þá meina ég börnin hjóla á sínum hjólum og ég og Sindri á mínu. Mér finnst þau nokkuð spræk að nenna að hjóla alltaf og ekkert múður yfir því..ekki einn einasta dag. Í morgun hjóluðum við líka og eins og gefur að skilja þarf ég að hasta oft á þau, bara því ég er jú að skíta í brækurnar yfir að þau detti eða verði fyrir bíl. Og svo byrja ég,  “SUNNEVA…TIL HÆGGGRII”- “GUMMI !! ENGAN FÍBBLAGANG Á GÖTUNUM ..” , “SINDRI…SINDRI…SINDRI….EKKI SOFNA!!”  Fleiri orð segi ég oft þegar ég stjórna kórnum við hjólreiðar. Tildæmis held ég að ég hafi á einhverjum tímapunkti sagt “stoppaðu” um það bil 15 sinnum á einni sekúndu.

Í morgun varða síðan að sólin og góðaverðrið gerði mig svo rólega að ég missti sjónar af því að stýra lýðnum til skóla. Þau hjóluðu fyrir framan mig (partur í að æfa þau í leiðinni í skólann..þau kunna hana reyndar 100%..) og við komum að stærstu götunni, þar sem við förum yfir bæði hjólagötu og vel væna umferðagötu og það ekki á ljósum þá verð ég að vera á tánum en þar sem ég var það ekki í morgun þá stoppuðu þau (eftir stopp númer 12) útá miðri hjólagötunni.Tvær konur þurftu að nauðbremsa (aðeins ýkt) og svo sagði ein þurrkuntan á hjólinu (persónulega kæmi mér ekki á óvart að hún þyrfti að setja á sig vaselín að neðan bara svo hún myndi ekki bara fá sigg á pjölluna á því að hjóla) “det er jo dig der skal passe på dine børn” (það er jú þú sem átt að passa þín börn). AUÐVITAÐ. Hver hélt að ég vissi það ekki?? Tuðra. Já ég varð fox ill á stundinni og þreytti í hana til baka “öhhhhh (á íslensku) DET GÖR ÉG OGS” Þetta sagði ég með þvílíkum þjósti að eina sem hún sagði var “jehh”…

Þannig hef ég oft verið að pæla í því afhverju dananum finnst svona ótrúlega skemmtilegt að setja útá annað fólk. Ég er reyndar frekar hrifin af dönum og Danmörku, en það er ótrúlega pirrandi þegar maður fer óvart í ranga röð í IKEA og einn sem rignir uppí nefið á og heldur trúlega yfir það skrá hvað hann gerir aldrei neitt vitlaust, segir “Du står i den forkerte køøøøø…(þú stendur í rangri röð)” = sagt með vanþóknun mikilli og ekkert bendir til annars en að hann haldi að maður sé alger hálfviti.

Eða þegar maður er á leiðinni af gangstéttinni niðurá götu og ætlar að nota malbiksklessu til að keyra niður svo maður hlunkist ekki niður og fái sigg á píkuna og gamall kall kemur og þusar..”möö du  må ikke bare cykle på fortovet.. (þú mátt ekki bara hjóla á gangstéttinni)”

Þannig hef ég komist að því að dananum þykir alveg óstjórnlega leiðinlegt að nr.1 hafa rangt fyrir sér og nr.2 er mjög fyrir að benda öðrum á að þeir hafi rangt fyrir sér. Það er fátt í heiminum sem fer meira í taugarnar á mér í fari fólks en að það hafi þá áráttu að hafa rétt fyrir sér, sama hvað.Þetta var reiði fyrirlestur dagsins, lesist með einstakri hneykslan.

DSC_0099

Og hvað er í gangi hér? Jú. Gvendur hin uppátækjasami ruddi öllum dótakössunum undan rúminu hans Sindra og flutti öll systkini sín á þessu heimili þar undir. Fyrst um sinn fengu allir að vera í hellinum. Svo var Örverpinu kastað út þar sem hann þótti vera of mikill njálgur til að geta verið þar eins og siðmenntað fólk að lesa bók við ljós frá hjólalugt. Svo var byrjað að nuða um að sofa þarna undir.. leyfði ég það eftir nokkurt þóf og bara til þess að vera ekki alltaf hin fúla og stífa mamma.

Örverpinu fannst þetta (eins og maaaargt annað) mjög ósanngjarnt.

DSC_0103

Þannig að við settum bara ljós í hans koju líka og dróum gardínurnar fyrir. Hann var ekki 100% sáttur við það en lét til leiðast samt. Og undir sváfu þau þar til næsta morgun. Einsgott ég var nýbúin að ryksuga og skúra þar undir, þau hefðu eflaust vaknað með krónískan astma annars.

DSC_0108

Skot frá í gamladaga.

DSC_0106

Ég, já ég, fékk að gjöf frá ömmu minni og afa  í Þorlákshöfn forláta myndkíki. Andinn er slíkur yfir þessu tæki að allir krakkarnir fara með hann eins og hann sé gull. Öllum myndunum er pakkað aftur í pappírinn sinn og dáðst að þeim öllum, enda flestar frá fjarlægum löndum og framandi mjög. Ég veit ekki alveg hvort tækið var ætlað mér en inní barnaherbergið fer það ekki.

DSC_0113

Bræður. Eins og sjá má á ég hvorki baun né bala í mínum börnum. Þeir eru líkir feðrum sínum báðir, sem sagt frekar ólíkir. Verst ég á ekki mynd af öllum pöbbunum svo ég gæti sett mynd upp til samanburðar. Það sést svolítið að Gvendi er orðinn pínu eitthvað..með attitude.

DSC_0114 DSC_0117

Og ekki eru þau heldur lík þó þau séu bæði eins og pabbi sinn. Kannski getur verið að stelpurófan sé aðeins lík mér enþað er ekki mjög greinilegt.

Sjálf hef ég tekið ákvörðun um að láta flest samskipti við fólk sem vind um eyru þjóta og einbeita mér að mínu verkefni í skólanum. Nei (mamma) ég ætla ekki að senda börnin í ættleiðingu á meðan svo þau geti notið viðveru foreldris, ég ætla auðvitað að eiga þau áfram og halda áfram að heyra þau rífast og slást.

Við skulum athuga að það eru bara 26 dagar þar til ég vill að því sé lokið. Það eru líka þá 26 dagar þar til eiginkona mín flytur hingað á England… það er fáránlega stuttur tími og enn fljótari að líða en það… ég næ ekki einusinni að fara á túr aftur áður en þetta allt saman ríður yfir.

Sendið mér barnapíu, pening fyrir henni eða komið sjálf til að passa fyrir mig.