Þetta fer nú bara bráðum að breytast í bloggið „Sögur af Örverpinu“ .. Hann er bara svo bilað fyndinn á þessum aldri, þau voru það líka, en ég var ekkert að blogga þá.

Ö: Ég ætla að kúka mamma og pabbi! (hann tilkynnir það alltaf, veit ekki hvar hann byrjaði að apa það eftir, því ekki erum við að tilkynna það heldur læðumst við hvert á fætur öðru inná bað og læsum án þess að í lásnum heyrist og gerum þarfir okkar án þess að nokkuð heyrist (hentu klósettpappír undir rétt áður en hann skilur sig frá), eða finnist á lykt (við höldum í hvert skipti að það sé ólykt uppúr niðurfallinu))

Bú og Bó: OK

Ö: Maaammmmaaa.. ég vill ekki hafa hamsturinn hér meðan ég er að kúka!!

Bú: Núgh?? (hélt kannski að hann vildi ekki að hann væri að horfa á sig hamsturinn eða eitthvað..

Ö: Því ég vill ekki að hann finni kúkalykt..

Já þetta fannst okkur mígandi fyndið, þvílík góðmennska.. vill ekki að hamstur (sem er steinsofandi í augnablikinu) finni kúkalykt. Við hin ættum kannski að taka okkur hann til fyrirmyndar, svona ef við ætlum að æfa náungakærleik.