Ég er bara alltaf að lenda í útistöðum við dýr. Hvort það eru skordýr, húsdýr eða börndýr. Það var í vikunni sem leið að ég var að vinna seint um kvöld að ég komst að því að það er heldur betur líf og fjör í húsinu sem ég skúra. Ekki bara þarf að beygja sig inn um útidyrahurðina vegna kóngulóavefja, þar sem í sitja svo stóar kóngulær að maður fær bara minnimáttarkennd og myggur alveg í hrönnum, heldur eru í kjallaranum alveg óteljandi tegundir skriðdýra.  Þessi kónguló er sú stærsta sem ég hef sé í mínu lífi og hún hljóp alveg geðveikislega þegar ég var búin að smella af og færa þennan naglabursta í burtu. Ég var nú alveg á tæpasta vaði þarna, svona nálægt henni…

Svo endaði það þannig að ég var á fullu með ryksuguna fyrir framan klósettið og hjólaði óvart í hana þar sem hún var að gera heiðarlega tilraun til að flýja. Held að ég hafi bara laskað hana, en ég vill helst ekki athuga það þar sem ég er dauðhrædd við hana.

Svo eru hér allir meðlimir, nema ég og Svali (Frumburður) útstungnir af myggu!.. ég hélt að svona óþjóðalýður væri horfinn fyrir sumarið.. svo nú eru geitungar orðnir ótrúlega manneskjugráðugir, maður þarf ekkert að vera ís til að þeir geri sér dælt við mann, og risastórar myggur allstaðar og skíta dúfurnar og risa kóngulær. OJ.