Þessi var svo frústreruð í jólagjafainnkaupunum að hún keypti bara nokkra leggi. Sannkölluð jólagleði þarna…

Ég er búin að vera að hugsa þetta með jólin. Þetta er sko erfiðasti árstíminn finnst mér, fyrir utan vorið og haustið, hehe orðið kannski lítið eftir. Ég er bara svona og hef alltaf verið, stundum er þetta afar slæmt og stundum er þetta bara ekkert mál. Og það eru auðvitað atvik sem við höfum lent í sem kvekkja okkur, sem verða til að við t.d ekki fílum jólin eða haustið..já eða kóngulær eða gular nærbuxur. Og það eru ekki bara jólin sem gera mig öfuga við þennan árstíma.

En því ég nefni nú jólin þá var ég að kvarta yfir þessu við foreldra mína og annað þeirra sagði mér að njóta jólanna, ljósanna og að vera með fjölskyldunni og allt það. Þá fattaði ég að það er ekki það sem ég ekki digga við jólin heldur öll fjandans fjárútlátin og minningar um arfa sveittar verslunarferðir með vanmáttakennd í veskinu og minnimáttakennd yfir gjöfunum, um leið og ég reyni að halda andliti og að vera í “jólaskapi”.

Hátíð ljóss og friðar?? Í alvöru? Er það ljós og friður að það sé búið að keyra upp í vestræna mannkyninu að það “verði” að  kaupa gjafir handa ÖLLUM og þær verða að vera svo flottar að manns eigins börn fá minna flottar gjafir. Kreditkorta fyrirtækin alveg á yfirsnúning af kæti yfir öllu sem þarf að eyða í. Þekkt hugtak að það sé erfitt að greiða visa þann 1.febrúar ár hvert.

Og öll þrifin! Jólahreingernig.. ég veit ekki. Eins og það skipti máli að dagurinn sem allir krakkarnir á heimilin eru svo útúr strekkt af spenningi yfir öllum pökkunum undir trénu, að allt sé allt gljáandi og sótthreinsað. Eg veit ekki heldur með það, er bara eiginlega orðin frekar reið sko.

Þannig að fyrir (því ég hef fátt annað að miða við) fólk með börn þá lítur desember svona út:

  • Allir vinna fulla vinnu eins og alla hina mánuðina
  • Á öllum stofnunum (leik, tón og skóli) eru lokahóf sem allir þurfa að mæta í
  • Allir fara hundrað og milljón ferðir í bæinn um leið og allir hinir, að reyna að meika sens í jólagjafa innkaupin
  • Allir fá kvef og hálsbólgu því það er þessi árstími. Svo ég tali nú ekki um það sem ég get ekki talað um.
  • Allir verða gráðugir í dót og suða því meira en maður hélt að mögulega væri hægt
  • Allir sem hafa vöru að selja ganga af göflunum í að reyna að selja og það versta er að það tekst, við látum öll ginnast og kaupum og kaupum
  • Allir baka þúsund sortir af meintum jólakökum
  • Allir raða í sig þúsund stykkjum af öllum þúsund sortunum af jólakökunum
  • Allir fara, tilneyddir, í sparifötunum óþægilegu í jólaboð úti um allar trissur
  • Allir borða yfir sig af kjöti og öðru sem þeir eru ekki vanir að setja oní sig
  • Allir fá meirihátta meltingarvandamál útaf öllum matnum sem kroppurinn er ekki vanur
  • Allir þurfa að kaupa jólagjafir, í skóinn, jólakort, frímerki, jóladagatal, jólamat, möndlugjöf, spariföt, spariskó og margt fleira til
  • Allir skreyta hýbíli sín eins og morgundagurinn sé enginn. Þeir titla sig jólabörn sem skreyta meira að segja klósettskálina

Já.. ég er eitthvað uppstökk. Mér finnst þetta allt saman bara vera svo mikil bilun,  að ég bara á varla aukatekið orð. Ég held ekki að ég vilji í þessu sambandi byrja að ræða þetta með að taka trúabragðafræði úr skólum Íslands, auðvitað finnst mér það öfugt að troða trú uppá manneskju, og ég myndi vilja sjá kennt UM trúarbrögð, bara eins og hvernig er kennt UM hvernig var á Íslandi fyrr á öldum, en ekki reynt að láta alla lifa þannig. Nei, það sem  mér finnst öfugt við að taka allt kristið dæmi úr skólum því það sé verið að troða kristinni trú uppá börn, verður þá ekkert kaldhæðnislegt að fagna jólunum og kenna litlu ljósunum okkar að við höldum jól því Jesú Kristur (haha..skrifaði næstum Jesú Kristín)  eigi afmæli? Eða hvað um að öllum finnst eðlilegt þegar við lendum í áfalli að kalla til prestinn, já og þegar einn af okkur hverfur af braut, kannski mikið fyrr en við bjuggumst við og jafnvel fyrir eigin hendi að þá heimtum við öll að hafa bænastund í kirkjunni “okkar”.

Já, þú hefur mætti hinni uppstökku Bústýru í þessum pistli. Mér finnst bara eitthvað öfugt við það að ef þjóð er kristin að það megi ekki hafa kristni með í neinu nema bara þegar bjátar eitthvað á. Er það ekki pínulítið hrokafullt? Annars er ég ekki kristin manneskja þannig, eða búddisti eða múslimi. Ég trúi á minn æðri mátt og hann er æðislegur.

Mín persónulega reynsla sem barn af kirkju og trú á guð í kristnu samhengi er ekkert nema góð. Ég lærði marga skemmtilega söngva, ég heyrði margar skemmtilegar dæmisögur sem kenndu mér mikið meira um mannlegt eðli og það að vera góður við náungann heldur en stærðfræði  eða íslendingasögur (pældu aðeins í íslendingasögunum..þar sem menn voru MENN því þeir drápu aðra menn ..dsssjíííísss þvílíkur óþroski).

Ég var í sunnudaga og laugardagaskóla, hvort tveggja var bara fínt. Ég fann ekki til þess að vera óvelkomin þar eða að aðrir væru óvelkomnir þar. Ég var líka í tíu til tólf ára starfi, það var líka mjög auðgandi og skemmtilegt, þó ég væri tólf.

OK, aftur að jólunum. Að sjálfsögðu hafa ekki allir rammskökk jól en margir hafa dottið oní allt sem ég taldi upp að ofan, líka ég, nema þetta með klósettskálina. Í ár vill ég helst ekki að neinn sem ákveður að gefa mér gjöf, eða börnunum mínum, hafi á meðan gjafainnkaupum stóð fengið vanmáttakennd í veskið eða eina hugsun um að okkur þætti gjöfin ekki alveg nógu hipp eða kúl eða nógu dýr. Ég myndi mikið frekar vilja fá jólakort í formi alvöru jólakorts heldur en stressuðu gjöfina, bara jólakort og góða strauma með því.

Eða ef það er eitthvað heimatilbúið, ég ELSKA svoleiðis. Þá hefur einhver bara setið við og verið að búa eitthvað til bara handa mér! Hversu dásamlegt er það!

Og ef þú heldur að ég sé bara að segja þetta með jólagjalda geðveikina því ég á aldrei neinn pening þá er það rétt hjá þér. Ekki ætla ég að fara að þykjast vera einhver ríkisbubbi þegar ég er það ekki og vera svo að grenja undir leifunum af sænginni minni því ég þóttist vera eitthvað annað.