IMG_2169Loksins, loksins, loksins höfum við fjárfest í barnahjólastól og hjálmi fyrir Bjútíbínu. Loksins þarf ég ekki að þramma með vagninn allar götur og LOKSINS getum við Eiginmaður farið út að hjóla. Ekki lítið búið að bíða eftir þessu skal ég þér segja. Hún er svaka dugleg á hjólinu. Finnst hjálmurinn óþarfi reyndar og nagaði gat á handfangið í fyrstu ferð. Miðað við rándýran stólinn, sem situr við stýrið á hjólinu, þá finnst mér eiginlega að hönnuðir hans hefðu þurft að hafa í huga að börn naga og að þau naga einmitt svona handföng sem eru beint fyrir framan þau.

IMG_2132Hér hefur verið ótrúlega heitt í júlí. Þvotturinn þarna þornaði á mettíma og Þrettándinn, eða á ég að kalla hann Símamanninn?.. naut þess að vera í sólinni. Náttúrulega ekki ótengdur við alheiminn. Hann safnaði sé nú fyrir skemmstu fyrir iPad og er það tæki nú í fyrsta skipti á voru heimili. Við höfum ekki séð hann í viku. Spurning að ég fari að senda út leitarflokk eftir honum.

IMG_2133Hér hefur verið óvenju mikið um teikni og föndurstundir við eldhúsborðið. Ég er sjálf byrjuð í skemmtilegu verkefni sem kallast Year Of Creative Habits. Ég bjó það ekki til, ég er bara þátttakandi. Það geta allir verið þátttakendur. Þú ættir að vera með. Þetta er s.s að gera eitthvað creative á hverjum degi í ár. Ég er komin með 40 daga! 40! Ég er nett stolt af því eiginlega. Ég blogga þessum litlu dags skissum og sendi á Instagram undir tagginu #yearofcreativehabits, en þar er hægt að skoða líka hvað allir hinir í þessu verkefni eru að gera.

Við þetta uppátæki mitt hafa krakkarnir laðast að mér eins og flugur að skít og verið að skapa líka við eldhúsborðið. Mér finnst gott að þau sjái að ég geri aðra hluti en að tuða, skúra og skrúbba.

IMG_2138

Almennur fíflagangur er iðulega við lýði.

IMG_2185

Þessi skotta er byrjuð að standa upp útá miðju gólfi og taka nokkur skref. Klappar svo fyrir sjálfri sér og sér sennilega ekki neina ástæðu fyrir að hún eigi ekki starx að fara í skó.

IMG_2188Getur verið þreytandi að vera til. Ég er amk sammála því. Líka þó maður sé umkringdur þríburunum þarna sem allir heita Engilráð.

2014-08-05-16.34.41

Til þess að bæta upp fílubrókarmyndina að ofan. Ég setti þessa á fésið og fékk þar hin ýmsu komment um hverjum barnið líktist. Allir voru sammála um að hún er ekki eins og öll hin börnin okkar, sem eru frekar keimlík. Hún er eitthvað af öðrum toga. Sumir vildu meina að hún væri eins og Amma L. Aðrir vildu meina að hún væri eins og dóttir frænda míns, Otra, í móðurætt. Þá er hún líka eins og börn í föðurættinni minni. Mér finnst hún á köflum svolítið lík Þrettándanum. Eitthvað með brosið og auðvitað ljósa hárið. Og svo er hún, hún sjálf auðvitað.

2014-08-09-13.35.58Það var svo merkilegt að ég þurfti að setja hana út á svalir í rigningu og roki í gær og var með vagninn dúðaðan í pollaumslagið svo ekki rigndi inn. Þetta er merkilegt því vagninn lítur út fyrir að standa úti í óveðri á Íslandi og ég fékk heimþrá í míkrósekúndu.

2014-08-09-13.09.28

Við Eiginmaðurinn hentum í sápur hér í júní. Þær eru tilbúnar til brúks núna. Ég er svakalega hrifin af þeim og hann líka. Þær verða til sölu bráðum. Ekki akkúrat þessar, ég ætla að nota þessar, en svipaðar sápur. Þú getur keypt, láttmigbaravita. Meirihátta að þvo sér á svona náttúrulegan máta, bara í líkingu við að velta sér uppúr mosanum skohh.

Okkur vantar nafn á sápugerðina, þú getur sent inn tillögur og fengið sápu í verðlaun, hvernig líst þér á það?

IMG_2157

Við höfum hafið skoðunarferð okkar um alla Have Forening (garðasamfélags..eitthvað)  hýbílin. Við ætlum að kaupa okkur hús í svoleiðis. Sæt hús, sætir garðar. Við fórum með pabba að skoða að ég held tvo ganga þegar hann var, fórum svo einn um daginn og eigum þá milljón eftir. Það er dásamlegt. Það er klikkað frábært að geta labbað hér út og fengið að sjá eitthvað nýtt á hverjum degi. Eitthvað nýtt og fyllast af innblæstri.

2014-08-05-14.31.34

Skemmtileg þessi. Hún er að bíða eftir unganum sínum sem stakk sér rétt áður en ég smellti af. Ég hef séð allskonar við árbakkann.. eða sýkisbakkann. Þarna er t.d svona úti borð og bekkir, ég hef séð rauðan flottan stól og síðast náttúrulega en ekki síst, allar kínakonurnar sem standa daglangt að veiða. Ein kínakonan var með börn með sér og börnin voru með hamstur með sér. Allt er nú til.

IMG_2175

Annars er daninn bara samur við sig. Bara voðalega rólegur svona að mestu. Þarna eru matjurtagarðarnir sem mér fannst svona líka flottir fyrst en svo fannst mér þeir bara á svo fáránlegum stað að mér finnst verkefnið ekkert kúl lengur. En þarna er jú einn að slaka svona fallega á. Ég vona að hann hafi verið að slaka á bara að gamni sínu, hafi þótt þetta góður staður svona við jurtir og tré en ekki útaf því að hann týndi því hvert hann var að fara í öl- og volæði. Myndin er nefnilega tekin um kl 14 að degi, þar sem var svo heitt að regla mín um að vera bara í þremur spjörum var alveg við það að springja á limminu og breytast í reglu um að vera bara alls ekkert í neinum fötum. Þessi er þarna alveg bara í kolsvörtum samfesting.

IMG_2181

Fólk í blokk bjargar sér bara. Þessi er greinilega óánægður með íbúðina sína því hún er til sölu, en hann hefur sennilega gert hvað hann gat til að gera sig sáttan við að vera með minni svalir en allir hinir og smellt grillinu bara útfyrir til að spara pláss. Sniðugur og fær prik fyrir viðleitni.