Fljótt skiptast veður í lofti… amk á Íslandi og þá væntanlega líka fyrir Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir.

Langar mig að byrja á því að segja á Amagerblomster þar sem þau héldu því alltaf fram að þau væru frábær og að ég gæti ekki fengið vinnu neinstaðar annarsstaðar en hjá þeim eða við þrif. Þau eru númer eitt ekkert frábær, bara langt frá því og auðvitað get ég fengið vinnu annarstaðar!!! (við erum að tala um MIG, hver vill ekki fá MIG í vinnu, þeir ættu bara að vera þakklátir sem ráða MIG að ég yfirleitt kom og sótti um hjá þeim….)
Ég hef fengið vinnu hjá Bering house of flowers. Skoða það hér.

Númm, ég byrja á mánudaginn og hafa þau ekki vandamál með að ég hætti kl 16 á daginn og borga mér betur.

Annars ætla ég nú bara að láta þessa 3 tilraunamánuði líða bara. Ég hef þá lært, í hundraðasta skiptið, að dæma ekki bók eftir kápu hennar, eða svoleiðis. Ég hélt sko að fólkið í Amagerblomster væri 100% fólk en svo kom í ljós að það er bara 100% geðveikt.

Pínu um Bering house of Flowers:
Búðin liggur á Landmærket, sem er við hliðina á hringlaga turninum. Sem sagt í miðju miðbæjar Kaupmannahafnar. Það þykir mér skemmtilegt og hlakka til í sumar þegar það er gott veður og margir að njótasín. Annað en í dag, það er ekki gott veður, en örugglega margir að njótasín þrátt fyrir það.
Búðin er þekkt um allan heim og það er einsgott að standasig. Ég verð eina sem er ófaglærð, það verður verra því mér er ekkert um það gefið að vera lélegust, þó ég hafi ekki hátt um það, en mér finnst það alveg óþolandi og væri til í að vera betri en þau öll eða að minnstakosti jafngóð. Svo ég stefni á að hægfara en örugglega muni ég verða best þarna.
Búðin er búin að vera til í 35 ár og sá sem ég vinn fyrir er búinn að reka hana í 6 ár en búinn að vera þar síðan 1985.

Ég efast ekkert um að mér gekk svona vel að fá vinnu, bara viku efitr að ég hætti á hinum staðnum því þið senduð mér svona marga góða þanka. Bestu þakkir fyrir það.

Fyrst þetta gekk svona hratt fyrir sig og ég fékk svona marga þanka senda þá sé ég mér ekki annað fært en að annaðhvort leggja þá inn eða selja þá. Ef einhvern vantar þanka þá eru þeir falir gegn óvægu verði. Mér finnst eðlilegt að einn þanki muni kosta svona 500 danskar. Þeir sem hafa áhuga geta sent mér póst og ég sendi reikningsnúmer um hæl svo hægt sé að leggja inn og eg sendi þankann á móti. Merkið pöntunina með leyninafni, ég vill ekki að Bóndinn viti að ég sé að selja þanka.

Við eigum ennþá svo mikið af nammi síðan um jólin. Reyndar er allt besta nammið búið, nú er bara eftir nammi sem maður étur afþví maður er háður því. Við átum svo mikið nammi um hátíðina að þegar Bóndinn rekur við læðist um súkkulaðilykt. Það er kannski það eina sem mér finnst til bóta, við svona mikið súkkulaði át.

Við erum að verða búin að afjóla íbúðina, það sem er eftir er serían á svölunum en þar verður hún örugglega þar til á nsæta ári..eða í sumar, sem ég hlakka svo til.

Mér finnst ekkert við það að vera til á þessum útmánuðum eða hvað þeir heita, hvaða mánuðir eru útmánuðir? Eru það ekki þessir mánuðir? Húðin verður öll þurr, hún varð svo þurr að þegar ég fór að grenja yfir atvinnuástandi mínu um daginn að þá sveið mig í kinnarnar. Svo er ekki alltaf hægt að senda börnin út að leika sér og maður er ekki eins til í að fara út sjálfur, kannski þetta ættu frekar að heit Innmánuðir, eða Innimánuðir, svo er kalt og dimmt. Þessvegna er ég að hugsa um að kaupa mér nýja vekjaraklukku frá Philips. Klukkan er í raun lampi sem kveiknar á og það heyrast einhver undurfögur hjóð og maður vaknar við ljós en ekki …GA.GA.GA.GA.GA