Þó svo að litli Herforinginn sé sannkallaður herforingi með stóru F-i (fyrir frekja), er hann líka alveg svakalega mjúkur og indæll. Minnir mig á eitthvað.. … já! einmitt, hitt stúlkubarnið mitt.

Við hlustuðum á Emil í kattholti á leiðinni í leikskólann í morgun, mikið lifandis ósköp er Spotify góð hugmynd. Þegar við stigum út úr bílnum sagði sú stutta, “Hver verður pabbinn þegar ég er orðin mamma ? ”

Það viðurkennist hér og nú að mér varð auðvitað minna en fátt um svör.

Níðist á systur sinni

Hún er löngu búin að ákveða að verða mamma. Hún er mjög umhyggjusöm, kannski sver hún sig kvennlegginn allan í báðar ættir hjá mér fyrir utan mig sjálfa. Ég er löngu búin að útskýra hve harðbrjósta og flóttakennd ég verð þegar fólk þarfnast einhvers, sérlega ef það er snerting og viðkomandi er með bakteríuofvöxt af einhverju tagi. Ég er eins og óþroskaður banani, hef ekki getu til þess að annast.

Hvað um það.

Hún ætlar að verða mamma.