Ég skoða mikið af síðum sem hafa myndir af því hvernig aðrir hafa það heima hjá sér. Þetta er mynd af heimakontór.

Heima-kontór. Ég vinn heima hjá mér part úr degi nær alla daga.

Þetta er hinsvegar fáránlegasta aðstaða að kalla heima-kontór sem ég hef á ævinni séð. Það getur bara ekki verið að þessi ætli sér að vinna nein ósköp heima. Kannski fara í tölvupóstinn og fletta niður feisbúkk. Þarna er engin hilla, engin skúffa, enginn skriffæri, engin blöð og sennilega versti stóll í heimi til að sitja í lengi og vinna, gefið að þetta sé heima-kontór.

Þetta er meira bara eitthvað borð þar sem tölvan liggur.

Ég hef prufað að vera við skrifborð þegar ég vinn heima en þar sem ég er bara með fartölvu heima við þá enda ég oftast í sófanum, við eldhúsborðið, í fimleikahúsinu, uppí rúminu mínu eða hvar svosem rassinn á mér og tölvan komast fyrir.

Ef ég ætti hinsvegar að í alvörunni vinna alla virka daga fullan vinnudag þá held ég aldeilis að ég mynd reyna að verða mér úti um góðan stól og almennilegt skrifborð.

ókeibæ.