Já.. hefst þá haustdagskráin. Í augnablikinu lítur hún svona út:

Fótbolta og handboltaæfingar Búnglingsins þri, mið og fim eftir skóla. Ég er auðvitað glöð að hann hefur áhuga og nennu til að fara á allar þessar æfingar og enn glaðari að hann kemst á þær allar sjálfur og sér um þetta bara. Það er mjög huggulegt.

Þriðjudaga og fimmtudaga eigum við nánast heima í Íþróttahúsi Seltjarnarness, þar sem Sprengjan og Örverpið stunda fimleika af krafti. Ég er þar t.d núna að bíða eftir þeim.

Við þetta bætast spilatímar, fyrir þau eldri, þar sem hann mun reyna fyrir sér á slagverki og hún á horni (mér finnst það SNILLLLLD) með skólahljómsveit Vesturbæjar. S.s einkatímar í Melaskóla og Hljómskálanum.

Þá hef ég hafið rörablástur með Lúðrasveitinni Svan. Það er klikkað. Ég vona bara að ég drepist ekki úr hlátri þegar ég þarf að marsera í fyrstaskiptið. Það er svo mikill ógerningur að blása og hlægja í einu.

Mig vantar eiginlega skutlara, viðkomandi verður að hafa bíl til umráða og vera ekki fábjáni svo ég geti treyst honum fyrir því að keyra ungviðið útum borg og bí meðan ég stunda yogað mitt.

Hvað er nýji eiginmaðurinn minn að gera?.. það á eftir að koma í ljós!