Börnin á Félagsbúinu eru alveg hætt að gera nokkuð sniðugt. Þau eru hætt að gera sæta hluti sem hægt er að taka myndir af og liggur við missa vatn yfir. Ógisslega einhæf ræða sem þarf að halda yfir þeim. Hún hljómar sirka svona:

Gakktu frá fötunum þínum, taktu til, gakktu frá, finndu til dótið þitt, gakktu frá, matur, diskinn á vaskinn, tannburastaðu, farðu í sturtu, gakktu frá..og þar frameftir.

Ég bíð ekki spennt eftir unglingsaldrinum.
Þessvegna er hundurinn kominn á heimilið. Til þess að vera sætur og svo má klappa honum og knúsa þegar manni sýnist.

Je dúdda mía! Fegurðin! (við hliðina á hinum fagra er trukkur sem afi minn smíðaði, hann er uppáhalds leikfangið á  heimilinu)

Gerir mikið af því að sofa.

Og einhverra hluta vegna hefur hann fyrir sið að sitja í miðjum stiganum. Þarna að naga frosna tusku við tanntöku.