Mér finnst ég oft lifa ótrúlega óspennandi lífi. Afar sjaldan, eða bara ekki í neinu partý, aldrei niðrí bæ eftir klukkan 15 á daginn. Hef aldrei neinar svakalegar sögur af djamminu að segja eða neinar sögur af eiginlega einu né neinu krassandi.

Mér hefur síðan lengi fundist ég ótrúlega boring eitthvað og lítilfjörleg og það líf sem ég og við lifum, oft á tíðum alveg gasalega einhæft.

En er þá núna hætt að vera sammála mér. Ég er reyndar með allt nákvæmlega eins og ég vil hafa það akkúrat núna. Sjúr, það eru hlutir sem ég vil bæta og gera meira af og þar fram eftir götunum, en ég veit um þá hluti og er búin að koma mér í þá aðstöðu í hausnum að ég veit að ég mun gera eitthvað til að láta eitthvað af öllum þessum löngunum verða að veruleika, en bara ef það er síðan meiningin og ætlunin.

Síðasta föstudag hélt ég uppá afmæli eldri dótturinnar. Ekkert merkilegt við það svosem, höfum haldið uppá afmæli hundrað sinnum áður. Munurinn var að ég var ein heima! Með allt og alla! Það var allt í lagi og á meðan ég var inní herbergi að svæfa smábarnið þá skemmtu gestir sér vel við að horfa á mynd, éta á sig gat og dansa og garga fram af svölunum (ég hefði pottþétt ekki leyft það ef ég hefði verið frammi en ekki inni að svæfa). Í flestum afmælisveislum tek ég urmul af myndum en í þessu afmæli tókst mér bara að taka eina mynd. Þarna eru þær þrjár í handstöðu upp við vegg. Þessi mynd lýsir kannski helst orkunni sem 12 ára stelpur hafa þegar saman komnar. Fjúff.

afmaeli

allir-krakkar

Allir krakkar að fjolla í sófanum :)

arna-bakari

Þessi er einmitt tekin í bökunarundirbúningnum fyrir stelpuafmælið mikla. Auðvitað fer maður í svuntu og kippir svo ÖLLU uppúr skúffunum. Það þýðir ekkert annað.bjutibina-og-eiginmadur

Feðgin að skoða endur og fiska.

yfir-vatninu-med-barnid

 

Ég veit hvort hann er að fara að henda henni ofaní eða hvort hann rétt náði að grípa hana á leiðinni niður. Þú mátt ráða. Ef þú þekkir hann veistu svarið.

braedur-i-bat

Það er opið yfir halloween hátíðina í Tívolí og við ákváðum að smella okkur þarsíðustu helgi. Það voru ákveðin mistök að fara uppúr hádegi á laugardegi. Það var alveg geðbilað mikið af fólki og amk 30 mín í röð við hvert einasta tæki. Geri það helst ekki aftur. Þannig að lítið var um ferðir. Fagra fannst ósanngjarnt að þau eldri hefðu farið í tvö tæki en hann bara eitt. Svo úr varð að þeir bræður fóru í bátana. Þeir eru svo miklir kollar eitthvað og svakalega sætir.

tivoli

 

Við Sprengja og Eiginmaður og Bjútíbína biðum róleg í næstum klukkarann sem það tók að vera í röð og fara í bát. Þau eru oftast með meiri fíbblagang en ég.

vid

Ég er eiginlega meira fyrir þetta :) Þessi maður er eitthvað svo mikið frábær. Líka þó hann hafi reynt að athuga hvort Bjútíbína kynni að synda þó hún væri bara 1árs.

gummi-og-sunneva

Hvert fóru börnin mín eiginlega? Ég veit að þau eru bara 12 og 13 akkúrat núna en samt, hvert fóru þau? Þau eru algjörlega sínar eigin manneskjur. Mamman í mér veit eiginlega ekki almennilega hvað á að gera við þær upplýsingar akkúrat núna.

krakkalingar

 

Rugludallar í lestinni á leiðinni heim. Haha, þessi lýður!braud-a-metro

Ég var líka á leið minni í lest á dögunum. Þar hafði einhvur gleymt brauðinu sínu á tjékk inn staurnum.
eg-i-graenu-peysunni

Svo kláraði ég að prjóna grænu peysuna sem ég er búin að vera að berjast við í fleiri mánuði núna. Eða svona 3 held ég. Þurfti að rekja upp  4 sinnum frá handakrika, annaðhvort því mér líkaði ekki uppskriftin eða þá að ég skildi hana ekki. Meira töff ef ég rakti upp til að gera eftir mínu eigin höfði, sem ég gerði reyndar, sama hvort það var því ég skildi ekki uppskriftina eða því ég er svona svaaaakalega klár með pinnana. Allt eftir hvaða mynd ég vil mála af mér.

Ég er síðan svo léleg fyrirsæta að ég hálf skammast mín. Þetta er í alvöru besta myndin af mér. Tók þær til þess að setja á bloggið á Fjárhúsinu. Hvað ef ég vil nú taka myndir af fleiru sem ég hef gert og því sem ég er að græja til að setja til sölu í búðinni og ég er bara glötuð fyrirsæta? 

ljosid-mitt-nyja

Fyrir stuttu tilkynnti ég að ég hefði fundið loftljós sem mig langaði í og að það væri rautt. Þetta er ekki það! En mikið flottara ljós en hitt sem ég hafði valið. Minnir þetta ekki á eitthvað? Ha, Pabbi?sauma

Auðvitað er ég gift flottasta manninum í bænum og þó víðar væri leitað. Hvað gerir ekki hinn fullkomni maður þegar hann hefur gert heiðarlega tilraun til að halda buxunum útfrá sér með beinum höndum og reynt að hoppa ofaní þær jafnfætis en að sauma rennilásinn fastann svo það sé nú hægt að nota brókina áfram…

vont-heilsunammi

OK! Og hér kemur röflið! Þetta er heilsunammi. Eftir afmælishald síðustu helgar vorum við öll gjörsamlega búin að éta yfir okkur af kökum, súkkulaði og gosi og öðrum ófögnuði. Svo mikið var einn á heimilinu búinn að éta yfir sig að það lá við þynnku, sykurþynnku…oj.

En þetta heilsunammi bjó ég til á mánudaginn til að vega upp á móti hinu og þetta er auðvitað fyllt af fræjum sem eiga að vera lífsbjörg og svo rúsínum og hinu og þessu klístri til að festa þetta saman.

Svona fyrir augað lítur þetta meira út eins og bara kúkur. Kúkur í skál.

Það vita allir að ég er komin með farking ógeð á öllu því sem maður á og á ekki að borða og hef þróað með mér svakalega andúð á skrifuðu máli þar sem uppskrifitir eru settar fram með orðunum dásamlegt, æðisgengið, ómótstæðilegt og ómissandi…OG þar sem síðan stendur “Njótið” í endann. Ég held það sé óhætt að segja að ég hati svona orðalag. Þessar kúlur þarna á myndinni eru t.d ekki neitt af þessu, þó það sé kakó (og pínu síróp…rólegróleg, það er agave síróp, ég er ekki að reyna að eitra fyrir heimilisfólki) í þeim, þá eru þær asnalegar undir tönn, hálf seigar og með alltof miklu rúsínubragði.

Ég er alveg að gefast upp fyrir þessu. Mér verður líka oftast frekar illt í maganum af öllu þessu heilsu millimálssnakki sem ég hef fundið uppskriftir að/af. Hver er tilgangurinn þá? Bara að vera illt í maganum því ég þarf svo mikið að borða hollustu nammi af því annars mun ég fá hræðilega sjúkdóma hvern á fætur öðrum.

Þrátt fyrir þessa andúð mína á mat orðið, þá vantar mig samt einhvern (má vera bók, blogg eða manneskja) til að segja mér hvað ég á að gera því mér finnst ég vera algjörlega týnd í þessum málum. Það eru eflaust fleiri.

Svo er ég mega ómótiveruð til að fara og hreyfa mig. Vil fara í yoga aftur, það er í alvöru það eina sem hentar mér, ræktin var ógeðslega leiðinleg, VÁ hvað það var leiðinlegt að fara þangað.. ég get varla hugsað um það. Fékk svo mikinn sammara um daginn síðan að ég fór út að hlaupa í 3 skiptið sjálfviljug, á ÆVINNI. Ég hata að hlaupa, finnst það óstjórnlega leiðinlegt. Hljóp í 7 mínútur og var að drepast. Get tekið svakalega yogaæfingu sem nær yfir 1.5 tíma í svita, hita og verið með harðsperrur allstaðar eftir á, en þessar 7 mínútur fæ ég ekki til baka og ég sé eftir þeim, sérstaklega líka því ég var síðan að drepast í bókstaflega öllum liðamótum frá stórutá og upp að bringu eftir þennan fáránlega görning.

Vil borða fallegar en ég geri og vil hitt og þetta en vantar alveg gerandann í mig á þessu sviðið.

Enn sú mæða. En hvað á ég að gera? Er ekki einhver þarna úti sem er í sömu sporum og vill í félagi við mig koma upp einhverskonar mótiveisjón kerfi sem við getum farið eftir og hvatt hvort annað áfram.

Ekki meira kúkanammi á minn disk takk.