Já hvar hef ég verið! Bara þögn í marga daga. Það er til skammar. Tíminn bara flaug áfram, það er samt ekki eins og ég hafi ekki á hverjum degi fengið löngun til að skrifa hér inn, þvert á móti. Bjútíbína tekur bara svo mikið pláss að það hálfa væri nóg.
Ekki bara tekur hún pláss í rúminu mínu á nóttunni (lesist: ég sef á sentímeter en hún á 179 cm (.. ég veit ekkert hvar Eiginmaðurinn heldur sig á nóttunni)) heldur er hún að undirbúa heimsyfirráð, byrjar hér heima með tilheyrandi reiðiöskrum og frekjuköstum.
Um daginn, eiginlega fyrir u.þ.b tveim vikum held ég fórum við í tívolí. Urðum að drífa okkur áður en það lokar fyrir veturinn. Reyndar er opnað aftur yfir halloween í nokkra daga og svo aftur yfir jólin. Ég hlakka til að fara í bæði þau skipti.
- Eldhuginn hún Sprengja á leiðinni upp í turninn, sem er 60m hár… j e s ú s.
- Það þarf ekki að gera neinar rannsóknir til þess að kanna afhverju ég á svona mörg falleg börn
- Þau eru öll í þessu tæki, finnst það „gegt“ skemmtilegt…það er mikið öskrað í því…
- …þessvegna er tækisstjórnandinn sennilega með heyrnarskjól
- Bjútíbína lék á alls oddi, þvílíkur viðburður að fara út og lenda í að sjá all það sem fyrir augu ber í tívolí
- Þrettándinn spenntur
- Stelpurófurnar mínar
- Bína við gosbrunninn
- Mega góður ís í tívolí !
- Fagri :)
- Það var bara eitthvað svo fyndið að hún sæti þarna bara, hehe
- Þrettándinn :)
- Fagri vildi athuga hve leiðinlegt það væri í hringekju, að sjálfsögðu er það jafn mikilvægt og að kanna hve skemmtilegir hklutirnir eru. Þetta var mjög leiðinlegt tæki var niðurstaðan.
- Ok, þetta vissi ég ekki, það eru endur og fiskar í tívolí…úber sætir andarungar þarna
- og það mátti koma nálægt þeim
- og .arna eru fiskarnir, þeir eru fyrir framan pönnukökuhús Rassmus Klumps.. það var hálf óþægilega mikill hamagangur í þeim við át, svo margir í kös að oft stóðu fuglar ofan á þeim
- Maður spígsporar bara um á sokkunum ef maður er ekki með skó.