Epli í massavís! Við fundum stíg í skóginum, sem nú ber nafnið Eplagata, þar sem eru hellingur af eplatrjám. Í skóginum höfum við reyndar líka fundið plómutré og svo eru þar auðvitað fullt af berjatrjám sem ég kann ekki nafið á.

Sumstaðar er þvílík ávaxtagerjunarlykt, aðallega þar sem margir ávextir hafa dottið á jörðina… ertu að heyra það sem ég segi? Ávextir detta á jörðina. Mér finnst þetta bara svo merkilegt.  Allavega, fylltum körfuna af eplum, þau hafa skálfsagt verið í kringum 70 stykki.

2015-09-19 11.34.41

Við erum auðvitað ekki eina fólkið sem veður um skóginn og týnir epli og ber. Öll epli sem hægt hefði verið að teygja sig í voru tekin, eða of lítil eða of græn ennþá. Það eru til löng prik með poka og einhverskonar krók til þess að týna epil úr trjám. En þar sem við vorum ekki með eitt slíkt, þá sendi ég bara Eiginmanninn uppí tré.

Fór honum svona líka vel.

2015-09-19 12.32.28

Bjútíbína og Fagri voru þarna með okkur.

2015-09-13 16.16.26

Ég var þarna líka. Réttupp hend ef þú sérð mig.

2015-09-19 14.07.55

Full karfa af eplum og…

2015-09-19 14.10.23

…kíló af brómberjum. Það sem er klikkað er að brómberjarunnarnir eru ennþá fullir af berjum (það er október, halló!) og það sem er ennþá klikkaðara en það er að þau eru seld í búðinni, rándýr, svona 10-12 ber á 30 krónur eða svo. Þau ber eru svona tvöfalt stærri en þessi á myndinni. Það er bara merkilegt að það skuli flytja þetta inn og selja í Nettó, sem er í hverfi sem er þakið brómberjarunnum.

2015-09-13 13.21.23

Tekið inní skóginn. Ég gæti flutt þarna inn.

2015-09-13 13.17.02

Mér finnst þetta ótrúlega fallegt. Þarna hef ég verið að þramma með Bínu í barnavagninum og reyna að láta hana sofa.

2015-09-10 08.25.56

Talandi um Bínu. Hún vill “göne ho”. Eða með öðrum orðum (s.s ekki hennar) fá eitthvað í hári á sér. Það er nú eitthvað sem við höfum ekki upplifað áður. Sprengjan bað þrisvar (þegar hún var yngri en 10 ára) um eitthvað í hárið og ég var svo hissa í hvert skipti að ég vissi eiginlega ekki hvað ég ætti til bragðs að taka en tók þó mynd í hvert einasta skipti.

2015-09-19 10.20.00

Er ekkert fyndið að sitja akkúrat á milli? Hún er svolítill dundari (sem betur fer). Sat þarna í eyði tíma og skoðaði hálsfesti á milli þess sem hún sagði Dúkku og Bíbí fyrir verkum.

2015-09-18 17.51.09

Svo, ef maður á annað borð getur sagt lyklar, já eða kilal (næsti bær við) þá verður maður líka að fá að opna.

2015-09-24 13.47.49

Og ef hinir eru að einhverju, þá er hún líka að því.

2015-09-21 18.59.18

Sama þó það heiti að gerast boðflenna á æfingu hjá stóra bróður.

2015-09-08 19.53.57

Og svo er best að láta enn stærri bróður sinn lesa pínu fyrir sig.

2015-09-28 11.48.09

Þetta var síðan að gerast. Skeiðvöllurinn fluttur í stofuna. Við höfum ekki átt okkar eigið svefnherbergi síðan árið 2005, eða rétt áður en Fagri fæddist. Síðan þá hefur hann verið með okkur í herbergi, við verið í stofunni, við verið í herbergi sem var eiginlega sjónvarpshol (s.s engin hurð, bara stórt op) og svo eftir að Bína fæddist þá hefur hún auðvitað verið með okkur í herbergi.

Núna erum við í stofunni og hún fær að gista í sínu rúmi inni há Fagra sem hefur yfirtekið okkar herbergi. Únglíngurinn og Sprengjan hafa því núna hvort sitt svæði sem hægt er að loka hormónafýluna inní.

Nú. Miklar breytingar hafa orðið undanfarið. Eiginmaðurinn hætti í starfi sínu til síðustu 6 ára og er búinn að vera mánuð á veitingastað sem heitir Wulff og Konstali. Ég sjálf hef ekki komið þangað inn ennþá en er umsvifalaust ástfangin af pleisinu, bara útaf því að hann er aldrei að vinna lengur en til 4/5. Engar kvöldvaktir. Engar 12 tíma vaktir.

Það er meira að segja inní í umræðunni að hann verði bara á virkum dögum, er núna aðrahvora helgi, með einstaka frídag inní miðri viku á móti. Ég bara trúi varla minni eigin heppni.

Allt er öðruvísi þessa dagana, á góðan máta sko. Ég hef á tilfinningunni að einhver umskipti hafi átt sér stað, inní mér eða bara í umheiminum. Ég veit ekki hvort. En mér líður vel meðða.