Alveg jafn mikið og ég get ekki séð ömmu og afa eða pabba og mömmu fyrir mér sem fólk jafngamalt mér, jafnvel höfðu þau verið að pæla í sömu hlutum og ég.. þá get ég heldur ekki séð að hvorki Jóhannes né Bryndís séu jafngömul mér. Eða þið vitið, þau eru litlu systkin okkar þó þau séu núna bara fólk á okkar aldri…væææl, vita ekki allir hvað ég er að meina??.

Það var útaf því að mér brá svo þegar ég updagaði (opdagede..hehe) að Jóhannes er 27 ára í dag. Ég var eiginlega slegin, því það var jú bara í gær að ég var 27 ára, ekki það að það sé eitthvað ótrúlegt að hann er núna 27 og ég 29…hvað er ég að þvaðra…mér brá samt, ég hafði bara ekki hugsað um hann eldri en 20 ára. Alveg eins og ég veit ekki betur en allir foreldrar mínir séu fertugir og amma og afi 55,já, svona hefur þetta nú fest í hausnum á mér.

Þarna er hann örugglega ekki einusinni orðinn 20, kannski eru tíu ár síðan þessi mynd var tekin. Ég get amk sagt að hún var tekin á venjulega myndavél..hvað sem það nú þýðir í dag, svona filmuvél. Ef það eru tíu ár síðan, sem getur vel passað þá er hann bara 17 .

Þarna er ég hinsvegar komin við sögu, mér finnst eðlilegt að við miðum bara allt við þegar ég kom til sögu. Þarna er Gvendi 3 ára og þá ætti Jói að vera 22 eða svo. Já, þeir eru fjallmyndarlegir báðir tveir á þessari mynd og til lukku með daginn elsku Jóhannes, megi hann ekki vera neitt geðveikt langur þar sem ég veit að þú ert með kvef, hehe.

En auðvitað er ég ekkert svona eigingjörn því kveðjan er frá okkur öllum auðvitað. Krakkarnir, Gvendi og Sunna tóku hinsvegar afmælissönginn fyrir hann í símann áðan, pípandi fyndið :)

Góðar stundir, sundlaugin bíður mín… mér er ekki til setunnar boðið, ég þarf að finna sundbolinn nema ég mæti ber til leiks.