Það er ekki auðvelt að vera með hálsbólgu og hita. Sérlega ekki ef maður er með pung. Þarna liggja þeir og glápa á teiknimyndir. Ég vaknaði ekki fyrr en kl. 11 áðan enda er ég eftir mig eftir nótt þar sem vaknað var hvað eftir annað og beðið um að fá eitthvað að drekka. Svo var migið á mig og ég þurfit að standa í að skipta á rúminu sem og að sofa á grjóthörðu og síðar meir krumpuðu handklæði. Þetta minnir mig á eitthvað.. já, einmitt, þegar þau voru öll smábörn og maður var jafn sofandi á daginn og nóttunni.

Sá yngri hefur þann háttinn á að safna munnvatni í staðinn fyrir að kyngja því og spýta því svo í vaskinn. Eldri á brjálæðislega bágt, enda er hann karlmaður. Sprengjan fór í skólann enda eldhress, en hún má nú eiga það, svona í gegnum frekju og pirring að hún er alveg gríðarlega umhyggjusöm og snérist í kringum þá og knúsaði og kjassaði í von um að  þeim myndi líða betur.

Ég held að það séu breytingar í vændum, finnst eins og ég finni lyktina af þeim.