Klósettin í vinnunni (vertí bandi ef þú villt endilega vita hvar ) eru mjög fín. Það eru annaðhvort 4 eða 5 inná kvennaklói. Merkilegt að ég geti ekki munað hvað það eru mörg, nú fer ég og nota þetta herbergi töluvert oft á dag (Pabbi, blokkirnar eru 6 á M.Völlum).

Svo er þarna fínasta sturta, margir sem hjóla til vinnu  nota hana til að skola af sér reiðhjólabúninginn og koma sér í vinnubúninginn. Þarf ég nokkuð að fara meira ofaní búninga fólks?.. Þarf samt að minnast á að margir sem hjóla hér á landi eru í rosalegum búnaði. Mætti tveimur í morgun og það leit ekki út fyrir að þeir væru að hjóla til vinnu, heldur leit út fyrir að  þeir væru að koma heim frá því að hjóla í kringum Ísland.

Svo er fólk í búning náttúrulega allstaðar. Ég myndi aldrei fara á náttbrókinni í engum haldara og ekki búin að baða mig í 3 daga til vinnu. Útaf því að það er ekki við hæfi. Svo ég fer í vinnubúning á morgnana.

Vinnubúningnum fylgir að vera á skóm með hæl. Eða þú veist.. auðvitað “þarf” ég að fitta inn þarna. Það eru allir á hælum.. þá kvenfólkið. Þannig að ég hef hafið æfingar á hælum og keypti mína fyrstu hælaskó á Outletti í DK rétt áður en ég flutt á skít og ekkert. Þá fór ég til Hagkaupa og keypti mér tvenn pör af hælaskóm, líka á skít og ekkert (enda Hagkaupsskór. ..= óþægilegir).

Mér gengur svosem ágætlega að ganga á hælum og finnst ég verða fullorðnari með hverju skrefinu sem ég tek. Reyndar keypti ég mér líka inniskó og er ekki lengi að láta hælana hverfa og valsa um á þeim í staðinn.

En að tilgangi þessarar færslu. Ég vill meina að hælanotkun í vinnunni sé af hinu góða þó mér verði hund illt í fótunum. Það er útaf því að þegar ég fer á klósettið að **** og kannski gleymi að henda pappír oní það svo ekki heyrist, eða vill bara getað um frjálst höfuð strokið meðan ég lýk mínu, þá heyrist alltaf þegar einhver er á leiðini þangað inn.  Enginn læðist inná kvennaklósettið. Það heyrist alveg hálfum kílómetra áður en viðkomandi kemur loksins og þá er nú aldeilis nógur tími til að græja það sem græja þarf.