Ég er væntanlega ekki að fara með neitt nýmæli þegar ég segi að hér á Íslandi er hægri umferð. 99% fólks sem á Íslandi, sem hefur til þess aldur, hafa bílpróf og keyra bíl. Bílar eru allsráðandi í þessari borg og allt sniðið að bílnum, þessvegna ættu bara allir að vera meðvitaðir um þetta.

Fólk sem fer í sund er meðvitað. Það synda allir hægramegin. Maður veit að ef maður fer í sund til þess að synda þá verður maður að synda hægra megin ef maður vill ekki fá vænt spark af gömlum karli í síðuna eða kaffæra gamla kerlingu á baksundinu.

Útaf þessu ætti að vera ljóst að þegar fólk mætir öðru fólki á hjóli, s.s gangandi mætir hjólandi, að þá fara bara allir til hægri. Hjólandi fer til hægri og þeir sem koma gangandi á móti fara til hægri. Þetta er ábyggilega léttasta regla í heiminum.

En þó að það sé hægriregla bæði í sundi og í umferðinni, þá er greinilega mjög erfitt að mæta hjóli. Fólk hefur hrökklast útá götu þegar ég mæti því, þruft að halda inní sér andanum upp við vegg af því það ætlaði svo mikið til vinstri og ég rétt strauk á því vömbina með stýrinu. Ég hef séð fólk bara stoppa eins og ef ég væri risastór ísbjörn, að öskra á miðri Sæbrautinni. Og þá hefur fólk valið að fara frekar útá gras, þar sem það er við hliðina á gangstétt, í staðinn fyrir að fara bara til hægri og halda sig ennþá á gangstéttinni.

Hjálmurinn á myndinni, sem lítur út eins og bara hver annar (en mun flottari) kragi, er trylltbilað flottur. Þó svo að  maður líti út eins og snjóhús ef maður dettur og hann blæs upp. Ef einhver er í örlætisskapi, þá getur þetta alveg verið bara svona tækifærisgjöf til mín.

Hægri!