Eitthvað af börnunum eru komin heim, JÚBÍ!!

Þau flugu yfir með Yfir-Pabba sem hefur verið hér í heimsókn undanfarna daga. Við hentumst að sjálfsögðu um borg og bí til dæmis á ströndina þar sem okkur þykir orðið best að vera. Við Þorvi syntum yfir sjó og haf, frá barnaströndinni á Amager strönd yfir á bakkann hinum megin, veit ekki nákvæmlega hvað það er langt, það er eiginlega meira stutt  en langt en kannski svona 200m eða eitthvað. Það er ótrúlega gott að synda í sjónum, maður finnur vel hvað  það tekur á .. svoldið scary hvað sjórinn er kraftmikill en við komumst yfir og hugsum um að byrja að stunda sjósund, svona fyrir alvöru.

Og svo grófu þau hann niður..

Sæti hefur stækkað sem og systir hans  líka. Hér er hann að myndast við að þvo upp, en það er gert með því að leggja tusku  yfir blandaraglasið og láta vatn renna í gegn..

Og hjálpardekkin voru fjarlægð í gær. Örverpið er s.s skærgræni kubburinn þarna niðri, já, ég er svo hátt uppi að ég hleyp ekkert niður til að taka mynd heldur verða þetta alltaf loftmyndir. Honum gekk bara vel en er varfærinn að eðlisfari og fór ekkert gassalega í þetta.

Ég átti meiriháttar afmælisdag með þessum. Fundum bæði gull og gersemar í þessari borg, þær virðast liggja um allar trissur, bæði í formi staða, hluta og samveru við hvort annað auðvitað.

Um kvöldið kom svo fólkið í heimsókn og aftur var gripið í Kubb.. eftir alveg asnalega góða máltíð. OK.. Kubbur er ekki það sem ég er góð í. En hitt fólkið er flott í Kubb.

Stelpuliðið þegar það var liðið svo langt fram á kvöld að kubbarnir sáust ekki einusinni. Við vorum ekki eina fólkið í garðinum að leika þessa stundina, það voru amk 3 aðrir hópar af fólki þarna að leika sér eða grilla eða eitthvað og svo þónokkuð af fólki á svölunum. Allir að fagna afmælinu mínu, merkilegt ekki satt.

Einmitt.. það sást eiginlega ekkert, það er þá afsökunin fyrir óhittni minni í þetta skiptið.

Við dúndruðum líka yfir til Drageyrar. Krakkarnir sátu í vagni aftaná Þorva hjóli. Við vorum ekki nema 45 mínútur sirka að hendast yfir í alveg frábæru veðri, jaðrar við of miklum hita, en mælirinn í Dragör sagði 28 stig.

Hún er búin að vera með munnræpu alveg síðan hún lenti í Danmörku. Og fjörið í henni er meiriháttar. Við ætlum að flytja hana yfir í sér herbergi í dag og um helgina, hér er spenna.

Það er margt dásamlegt í Dragör. Tildæmis þessi leirkrukka með blómum í við endann á einni rennunni.

Frekar heitur maður að mála húsið sitt hálf ber að ofan.

Afskaaaaplega þröngt á milli húsa.

Gaddavír á ótrúlegustu stöðum.. mig dauðlangar að vita afhverju þetta var svona þarna.. þetta er bara við hlið að húsagarði.

Töff hjól

Þarna mátti taka eitt pottablóm og eina sem þurfti að gera var að leggja “en hund” eða einn hundraðkall í póstkassann.

Þorvi ætlar að fá sér þennan..

..en byrja bara á þessum. Ég bíð spennt eftir að verða boðið á rúntinn um kanalana á spíttbát.

Og að lokum er hér sólhlífin sem ég VERÐ að fá!.. spurning hvort ég hjóli yfir í skjóli nætur og nappi þessari..

Þetta eru búnir að vera góðir dagar. Hingað uppá svalir kom húsvörðurinn (engar áhyggjur, hann kom upp stigann bara) og félagi hans og settu þeir upp.. já eða niður dúfnavörn af einhverju tagi. Það er í formi spýtu sem hefur teina sem snúa niður og mig grunar að hafi átt að varna því að blessaðar dúfutuðrurnar komist undir svalir.

Þar sem ég síðustu nótt gat ekki sofnað og þegar ég var rétt að sofna vildi einhver fá vatn þannig ég varð glaðvakandi..klukkan farin að ganga 3 og ég allllveg að sofna þá hringdi síminn..tvisvar og svo var of heitt og þá kom dragsúgur og skelltist hurð.. einmitt þegar ég var allllveg að sofna . Í þessu öllu tók ég eftir því hvað það er ROSALEGUR hávaði hér. Fyrstalagi ber að nefna hamsturinn sem er fluttur hingað. Hann hleypur frá svona 1 um nótt til um það bil 3 eða 4.. hleypur og hamast á búrinu. Þá er að nefna almenn hljóð í öðrum íbúum þessarar blokkar, það eru jú allir með bara opið inn til sín til að getað sofið fyrir hita. Og svo er umferð og í síðastalagi dúfutuðrurnar. Þær stoppa bara ekki og ein hljómar eins og hún sé aðal dúfan og að það sé hún sem skipti máli en ekki ég..kræst.

Og þannig er það nú.