Þegar maður fer í Kvickly hér í Kóngsins Köben býðst börnum að fá sér einn banana á meðan búðaferðinni stendur. Alveg gratis. Frítt. Engin króna borguð.

Ég nenni ekki að hlusta á þig ef þú ætlar að fara að nöldra að peningurinn sé nú fenginn annarsstaðar frá..me, me, me. Það er hugsunin á bakvið sem skiptir máli.

Það er næs fyrir foreldra, þegar þeir þurfa að versla eftir langan vinnudag með börnin örþreytt og veruleikafirrt , að geta gefið þeim banana sem þau mega jappla á í búðinni.

Kvickly hefur líka hætt að selja egg frá búrhænsnum. Þar eru bara seld egg frá frjálsum hænum. Punktur. Þeir bara taka ekki þátt í þessari vitleysu.

Mér finnst það töff.

Útaf því að ég var að kvarta um daginn yfir kroppsverkjum og að ég yrði að segja bless við yoga og halló við ræktina, finn ég til þess að ég verði að tjá þér þá líka að ég hef reyndar byrjaði í ræktinni!

Ég fór á bæði föstudag og laugardag. S.s búin að fara tvisvar og mér líður STRAX mikið betur! Er þetta ekki alltsaman bara ótrúlega frábært.

Ég elska ennþá yoga, en ég gef ekki vellíðan mína bara fyrir að stunda það. Ég held ekki að maður geti læknað allan verk með yoga.