graena-peysan

Loksins, loksins, loksins! Eftir langan tíma og eftir að hafa þurft að rekja upp einum (eða fjórum..) of mikið þá er græna peysan mín tilbúin.

Ég fór eftir þessari uppskrift en þegar kom að hálsmáli og úrtökum þá var þetta bara ekki að stemma. Ég þurfti því að skálda hálsmálið því ég vildi ekki hafa það eins vítt og kom í ljós að það var. Ég skáldaði líka kantinn, heklaði hann bara og finnst koma vel út.

Tölurnar finnst mér skemmtilegar í mismunandi litum og stærð. Þær hafa líka tilfinningalegt gildi fyrir mig, sem gerir það ennþá betra að vera í peysunni.

Amma mín hefur nefnilega verið að gefa mér hina og þessa hluti, t.d eld, eld gamla blýanta sem ég man vel eftir að hafa verið að teikna með í sveitinni, hin og þessi ílát frá í gamla daga og svo gamla krukku fulla af allskonar tölum. Fyrir mér eru þessar tölur algjörar gersemar.

Í peysuna notaði ég Bumbo sokkagarn. Ég fékk það á hlægilegu verði á sirka 300kr og notaði tvær og hálfa dokku, það er alls ekki svo slæmt, en ég á eftir að sjá hvernig garnið endist við notkun.

Allt í allt mjög ánægð með frumraun mína í gataprjóni.