Græna peysan í vinnslu

Græna peysan í vinnslu

Ég er með græna peysu á prjónunum þessa dagana. Eða ég vona að ég geti notað hana… ég er nefnilega er að nota allt annað garn heldur en er í uppskriftinni. Þurfti að umreikna prjónfestuna.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég prjóna peysu handa sjálfri mér sem er ekki lopapeysa. Ég er nokkuð spennt fyrir útkomunni þar sem peysan er prjónuð með gataprjóni.

Ermarnar eru komnar á prjóninn og ég á þá bara eftir að prjóna berustykkið.

Uppskriftin sem ég er að nota heitir Honeybee Cardigan og er að finna á Ravelry, ég er að prjóna með Bumbo superwash og nylon blöndu (75/25) á prjóna nr. 3.