Að hafa það gott er vort nýja mottó. Allavega mitt og Örverpis. Hann kann það svo sannarlega, við getum öll lært eitthvað af honum. Til dæmis að taka allar sængur og kodda/púða úr rúmsófanum, leggja það í snyrtilega röð á gólfið og vefja sig svo inní foreldra sængur meðan maður horfir á sjónvarpið á morgnana. Hann er ekkert veikur eins og halda mætti miðað við að það er virkur dagur þarna og farið að slaga uppí hádegi, hann er bara í fríi. Ég er svo heppin, sem ég hef ekki verið áður, að ég er að vinna eftir eigin höfði á daginn og get þessvegna leyft mér að njóta samveru hans þegar mér sýnist.

Og þegar maður er búinn að hafa það gott á brókinni og búinn að fara í fötin og búinn að fara og kúka..og þar af leiðandi fara úr buxunum aftur (þetta meikar tótal sens á þessu heimili) þá er ekki annað í stöðunni en að baka.

S.s hafa það mega næs..

Og svo baka.. sé að þetta er bakarapeysan hans greinilega, þetta er allt annar dagur nefnilega.

Og Bóndi hjálpar til við baksturinn en eftir hann ætluðum við öll að kanna næstu sundlaug. Við höfum ekki farið í sund hér síðan í nam, enda kostar  nú bara hálfsdags vinnulaun að komast oní laugina sem við höfðum verið að skvettast í. Sú laug er ekkert spes. Maður má bara vera 15 mínútur í einu í heitapottinum og svo verður að rýma hann meðan hann er hreinsaður ..hvað heldur eiginlega fólk að sundlaugargestir séu að bera með sér í heitapottinn bara, en ekki alla laugina.. Allavegana rákumst við á það sem heitir Sundby Badet. Það er hér rétt hjá. Þeir sem vita um búsetu mína, þá er þetta bara hinum megin við garðinn á horninu.

Sundlaugin er æðisleg. Innilaug að vísu en það er gegnsætt loftið! Það er nú bara næstum því úti sko. Ísköld barnasprikl laug en allt í lagi þegar maður er búinn að synda smávegis eins og ég gerði. Ég fer alltaf að synda í öllum nýjum sundlaugum sem ég þekki, aðallega til að athuga hvort einhver komi ekki til mín og segi “vá, varstu að æfa sund sem krakki?” og ég myndi svara.. “jú, nefnilega, hvenrig veistu (smeðjubros á vör)”, og viðkomandi mun segja “ég sá það bara á frábærum sundtökum þínum og hversu elegant þú gengur hér um flughála sundlaugarbakkana”…ég myndi hlægja gervihlátri af innlifun og þakka fyrir hólið.

Og við skunduðum í sund og borguðum ekki nema rétt tæp eins tíma vinnulaun fyrir alla 5, en yngsti fékk frítt oní. Sundlaugin er öll hin snyrtilegasta og mig langaði ekki að klóra mig í sundur af kláða fyrir klór, heldur var þetta bara passlegt. Mæli samt ekki með að maður fari með ný-búðalitað hárið oní svona klórlaug.. get ekki sagt að liturinn sé eins glansandi og lofað er á pakkningunni eftir þessa meðferð.

En krakkarnir voru svo glöð, mjög gaman að horfa á þau öll svona skæl brosandi. Það var þarna rennibraut og allt og Örverpið þorði loksins í hana þegar við vorum að fara og skaust tvær ferðir en bara ef ég hélt í hendina á honum alla leið niður og Bóndi greip hann þegar oní var komið. Hann er svona manneskja sem ekkert gerir nema allt sé 120% öruggt, t.d var hann bæði með handakúta og svona magakút í sundinu..

Uppskeran er að þau eldri fara á sundæfingar á föstudögum.

Talandi um að Örverpið hafi vaðið svo langt fyrir neðan sig að hann sér það ekki nema nota kíki. Hann hefur aldeilis ekki viljað hjóla. Það var alveg átak að koma honum áfram með hjálpardekkjum og svo töldum við sem vitum betur (eða hvað..?) að betra væri að hann færi nú bara hjóla eins og allir hinir danarnir. Svo við rifum hjálpardekkin af en hann var bara svo hræddur að það var ekki möguleiki að fá hann á hjólið.. og þegar ég var búin að pína hann til þess að prufa þá þurfti ég að halda bæði í stýrið og hnakkinn og hlaupa bogin í baki hring eftir hring í garðinum. Gott ég veit að fólk er ekkert mikið í glugganum eða útá svölum.

En í dag ákvað hann sjálfur að fá lykilinn sinn sendan niður af svölunum og láta systur sína koma með hjálminn og svo fór bara græna þruman af stað. Hann hjólar líklega uppfrá þessu.

Og þá er ekki um annað að ræða en að fara í ferð jú. Þvílík hersing. Mér fannst þetta svo gargandi fyndið, ég veit ekki afthverju, kannski því ég er hissa á hverjum einasta degi að ég eigi öll þessi frábæru börn og þennan svakalega trompaða mann sem mér finnst svo skemmtilegur.

Og þegar maður er byrjaður að hjóla á annaðborð þá stoppar maður ekkert. Fórum útí skóg.

Tókum kanínuna með okkur.

Við höfum hana bara í bandi.

Eða höldum á henni.

Við löbbuðum ekkert rosalega langt inní skóginn því við þurftum að hafa okkur öll við að slá myggur frá okkur. Þannig endaði sagan að Sprengjan er með amk eitt bit sem sést og er það á kinninni á henni. Bóndinn er með amk 4 á hálsinum. Við ætlum ekkert aftur útí skóg fyrr en það er komið verulegt frost.

Fundum samt þennan á leiðinni. Hann hlýtur að hafa verið inní skógi í svona 20 ár því hann er allur mosavaxinn.

Og það var í gær þegar krakkarnir voru að koma heim úr skólanum að mér fannst þau svo sæt að ég ákvað að taka mynd af þeim þegar þau koma inn um dyrnar. Sjáðu bara hvað Frumburðurinn er eitthvað stór..

Og þau bæði einhvernveginn. Svo ég fæ þá snilldar hugmynd að ætla að taka svona mynd af þeim systkinum saman við útidyrahurðina… geri smá tilraunir á Örverpinu fyrst, á meðan þau hin græja sig úr útifötunum.

takið eftir svipnum…

..mega eðlilegt, hann er að pósa sko.

Og svo varð hann svo fúll að ég hef bara aldrei séð annað eins.. eða hvað..

hef ég kannski séð annað eins..

..

úúúúffff..þetta er alveg met sko.

Það er langt síðan ég skrifaði síðast og mér er búið að detta alveg svífyrðilega mikið í hug til að skrifa um, afhverju mér hefur ekki tekist að koma því frá mér hér er mér hulin ráðgáta.