Rétt kæri lesandi, ég ætla að ganga í það heilaga um næstu helgi. Það þýðir að ég hef bara viku til að: finna kjól, finna föt á aðra meðlimi fjölskyldu, vita með hverju ég ætla að lappa uppá salinn, finna uppá veislukaffinu og svo er þarna ábyggilega eitthvað sem ég er að gleyma. Ég fatta það meira að segja núna í þessum skrifuðu orðum að ég lofaði prestinum að finna uppá einhverjum pappírum sem tengjast þessum atburði.

Hringar? Nei, ekki komnir í hús ennþá.

Ég veit ekki hvort ég hefði frekar bara átt að ganga inná sýslumanninn og biðja hann að rumpa þessu af, eða ráða mér aðal brúðarmey og láta hana standa í undirbúningi fyrir mig, að amerískum sið. Svona er þegar allar vinkonur og systur eru fjarlægar, sú fyrsta ekki einusinni innan við 1000km radíus á þessu landi.. eða eitthvað þannig.

Mér finnst tryllt flókið að velja kjól. Ennþá flóknara að velja á Sprengjuna… hún myndi líklega strjúka að heiman og setjast að í frumskógi meðal villtra dýra heldur en að láta sjá sig í þessu: