Jæja góðir hálsar. Héðan er svosem bara allt hversdags að frétta.

arna-bordar-ferskju

Þessi stelpa er bara ennþá heima hjá sér að æfa sig í heimsyfirráðum. Við fáum stundum að setja í hana spennur. Það hefur nú þegar gerst oftar heldur en þegar systir hennar var á þessum aldri..já og þangað til núna, held ég geti talið á fingrum annarar handar allar þær fléttur sem ég hef fengið að setja í hárið á Sprengjunni, ever!

arna-geimdyr

Það er auðvitað mikið að gera hér í stórri fjölskyldu. Geimdýr og handahlaupari á bakvið.

geimdyr-og-eldbeinagrind

Eldbeinagrind og geimdýr.

arna-og-sindri

Það er ekki alltaf verið á ferð og flugi, eða amk ekki þessi tvö. Þeim þykir nú ósköp vænt um hvort annað, hún situr stundum og klappar honum um hárið.

arna-sefur

Þá aldrei hún sefur! Mér finnst að það eigi að deila með mér ráðum fyrir börn sem vakna á hálftíma til klukkutímafresti yfir allt kvöldið og alla nóttina. Sefur lausast af öllum sem ég þekki.

bjutibina-i-korfu

En hún er auðvitað bæði hress og uppátækjasöm þrátt fyrir að vakna oft.

bora-i-jolasvein

Það er pabbi hennar líka en þarna er hann að fremja tilraun fyrir mig. Við settum ljósaperu inní dolluna og erum að gera tilraun með að hita gróðurhúsið mitt upp. Mig grunar að ég verði að nota eitthvað svona sem leiðir betur hita, eða hitnar útfrá perunni eða eitthvað. Hvað það á að vera veit ég ekki, kannski hellusteinar..


grasker

Fínu hekluðu graskerin mín. Næst skemmtilegasta heimilisskrautið mitt.

gummi-borar-i-veggi

Með stækkandi skónúmerum (opinbert notar hann núna stærstu skó heimilisins), fer maður líka að gera allskonar fullorðinsstöff. T.d að bora í veggi til þess að festa upp hillur.

gummi-gleraugnaskodun

Töluvert fyndin heimsókn til augnlæknis. Hann er eins og restin af okkur í mínum föðurlegg, brillur á nefið í kringum 11-13 ára aldur.

gummi-gleraugu

Mr. Handsome.

nakinn-bakari

Nakti bakarinn. Hehehe, þessi rass. Þarna sést líka glytta í nýju gömlu stólana mína. Þá þarf að mála og kannski flikka uppá sessurnar, en þeir eru svaka sætir OG! Það voru 8 stykki til sölu og ég keypti þá alla á kúk og kanil. Ekki bara er gleðilegt að hafa keypt ódýra en flotta stóla heldur voru þeir 8! Það telst gott, amk ef við ætlum að fá 2-3 í mat.

sindir-og-eg-raedum-malin

Fagri fór í afmæli síðustu helgi og við röltum frá Íslandsbryggju að sækja hann en fórum frá Christianshavn heim. Þarna erum við að ræða heimsmálin hvorki meira né minna. Hann getur talað endalaust. ENDA- laust. Án enda. Hann fer talandi að sofa. Hann vaknar talandi. Hann talar og talar og talar.

sindri-listamadur

Hann er í myndlistaskóla og elskar það. Ég var búin að segja það áður og segi það enn, mikið lifandisóskaparánægja er það að geta boðið börnunum sínum uppá hinar og þessar tómstundir án þess að þrengja snöruna við það. Þessa fallegu mynd teiknaði hann í síðustu viku. Það er rautt í öllum litunum var mér tjáð.

 

sukkuladibina

Sunnudaginn fyrir nokkru komu vinkonur hans Þrettánda með honum heim. Þau voru að horfa á mynd (um hábjartan dag.. kræst) og hann sat í miðjunni, önnur þeirra klóraði í hárið á honum og hin klappaði honum um kinn… hvert er þessi heimur að fara ?? Ég var hinsvegar svo ánægð að það hefði einhver verið dreginn hingað heim að ég henti í pönnukökur og það með súkkulaði.

Ég sneri mér síðan við.

yoga
Þetta er jógamottan mín og ég. Ég á í ástar haturssamandi við hreyfingu. Mér finnst eins og ég hafi ekki tíma, svo finnst mér eins og ég sé of illa sofin, þá finnst mér eins og mér sé illt í kroppnum, svo finnst mér eins og ég geti ekki neitt. En gerði nú samt og uppskar rassperrur fyrir allan peninginn.

Nú er ég hinsvegar byrjuð að vinna, þannig að á daginn vefa ég vefsíður, vinn í garnbúðinni, blogga og el upp börn. Uppúr kl. 17 fer ég svo og skúra. Ég held að ef ég hjóla alltaf í vinnuna, þá þurfi ég ekki að vera með hreyfingarsamviskubitið lengur. Ég geri þá bara jóga þegar ég vil, kannski vil ég gera það á hverjum degi eða bar 3 í viku, hvað veit ég. En ég vil helst af með allar gerðir af samviskubiti.

Mér er sagt að ótti og samviskubit/sektarkennd séu það eina sem eyðileggur manneskjur. Ég hef hugsað mér að frelsast undan hvoru tveggja.

Hér eru hressar dömur.

Og hér er ég vinsamlega beðin um að hætta.