Þetta er karfan á hjólinu mínu. Í henni geymi ég töskuna mína þegar ég er á ferðinni sem og annan varning. Í þessu tilfelli hey handa kanínunni, sem hefur verið endurskírður RassmusKlumpur, páfagaukurinn heitir núna Ibba Gogg en hamsturinn fékk ekkert annað nafn.

Og svo bara meðan ég var að hjóla til vinnu, með hey í poka (ótrúlega furðulegt að kaupa hey, það er liggur við eins og að kaupa vatn..þetta er jú þarna úti, frítt fyrir mann að taka) þá atvikaðist það þannig að bakari nokkur gaf mér brauð á ferðinni.

Kampavínsbrauð.. hafiði heyrt það?

Þetta er það sem ég elska við Kaupmannahöfn. Það getur bara gerst einn daginn að bakarinn á H.C Andersen Boulevard gefi mér, fröken Skrítinni, brauð. Auðvitað voru þarna nokkrir aðrir sem fengu líka afurðir úr bakaríinu. En enginn fékk svona stórt brauð, fyndið að grípa það bara meðan ég brenndi framhjá.