Það er ferlega taugatrekkjandi að vera með fælni. Fólk með fælni getur verið rosalega heft. Ég veit að það eru margir  sem þjást af svona. Og hafa gert það allt sitt líf. Þetta er auðvitað eitthvað sem fólk lifir með, ef það lifir það af.

Þetta getur nefnilega verið spurning um líf og dauða. Það er bara þannig. Ferlega kalt að slengja þessu svona fram en það er bara samt staðreyndin. Ég hef heyrt í mörgum sem eru sammála, ekki bara sem þjást af fælni heldur líka fólki sem hefur átt við annarskonar andleg vandamál að stríða.

Ég er ekki að fara neitt með þessu. Einhverra hluta vegna finnst mér bara samt kominn tími á að ræða þetta, sko þá bara hér við sjálfa mig.

Ég hugsa ekki um það afhverju ég var ekki send til sálfræðings sem barn eða eitthvað.. útaf því ég held að það hafi hreinlega ekki tíðkast. Og þar fyrir utan þá virkilega held ég að fólkið mitt hafi hreint bara ekki vitað. Ég held að þegar fólk er haldið fælni, sem meðal annars útskýrist svona:

Aðaleinkenni fælni er stöðugur og óraunhæfur ótti við ákveðinn hlut, ákveðnar gerðir eða aðstæður. Þetta veldur sterkri löngun til að forðast það sem óttinn beinist að. Einstaklingurinn veit að óttinn er ýktur og óraunhæfur miðað við raunverulega hættu.

..að því maður veit að óttinn er ýktur og óraunhæfur, að ég hafi hreinlega skammast sín fyrir að vera svona, hugsa svona. Ég held að ég geri það ennþá. Þetta er amk ekki það sem ég nefni fyrst þegar ég hitti fólk, reyndar held ég að ég geti talið bara kannski 4 sem ég hef rætt þetta við. Jú ég veit að ég skammast mín ennþá fyrir að vera svona. Þetta er svo mikið veikleikamerki og ég er með ofnæmi fyrir veikindum, veiklulegum manneskjum og veikindavæli. Ég vil að allir séu stálhrausir og hressir og með fullu fjöri alltaf allstaðar. En það eru óraunhæfar kröfur til mín og til meðmanneskja minna.