Nýjasti meðlimur hússtandsins var dreginn skítugur og hálf lamaður úr geymslunni í gærdag. Hann var búinn að húka hjá gömlum kössum og feitum silfurskottum í fleiri mánuði, hálft ár jafnvel.

Það er s.s þetta borð sem er á myndinni. Bóndinn fékk það gefins hjá vini sínum en hann hafði líklega fengið það ófrjálsri hendi úr ruslinu þar sem hann á heima. Þetta er svo eðlilegt. En við erum afskaplega glöð yfir að hafa verið skipuð næstu eigendur þessa frábæra borðs.

Það er hægt að stækka það en viðbæturnar fylgdu ekki með svo það verður bara alltaf svona stórt eins og það er á myndinni. Skemmtilegt að breyta frá því að vera með kringlótt borð yfir í að vera með ferkantað og þetta er líka pínu hærra.

Við átum við borðið inní stofu í gær þar sem það var ekki búið að taka hitt borðið niður. Upp spunnust spennandi umræður, um að eignast 6 meðliminn í fjölskylduna. Ég, þar sem það myndi jú að mestu hvíla á mér til að byrja með, gekk á liðið og spurði AFHVERJU?

  • Frumburður sagði: NEI TAKK, ekki fleiri systkini, ég á nóg
  • Örverpið  tók vel í að vera stóribróðir
  • Sprengjan: það gæti verið stelpa..
  • Bóndinn: því það er pláss við borðið.

Já, svei mér ef þetta borð hefur ekki komið af stað gáfulegri eldhúsumræðum heldur en þetta kringlótta.